Lífið

Dásamlegt dömuboð

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Nauthól þegar Kristín Stefánsdóttir fagnaði nýútkominni bók sinni Förðun Skref fyrir Skref.

Kristín hefur starfað sem förðunarmeistari í áratugi en hún er þekkt fyrir förðunarlínu sína No Name. Í þessari bók kennir hún konum förðun og húðumhirðu á einfaldan og skilmerkilegan hátt. Sýnt er hvernig á að farða, skyggja og draga fram náttúrulega fegurð andlitsins á myndum sem sýna skref fyrir skref hvaða aðferðum er beitt.

Sigríður Klingenberg og Jón Axel Ólafsson.
Kristín Stefáns áritaði.
Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allt albúmið.
Gestir glugguðu í bókina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.