Innlent

Sprenging í einbýlishúsi

Elimar Hauksson skrifar
Lögregla, slökkvi- og sjúkralið ásamt læknum og hjúkrunarfólki var kallað að íbúðarhúsi í Hveragerði rétt fyrir klukkan fimm í dag þar sem sprenging hafði orðið í húsinu. Talið er að etanól sprenging hafi orðið í húsinu út frá etanól arni sem nýlega var settur upp í húsinu en lögregla og slökkvilið eru nú við vinnu á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kviknaði ekki mikill eldur frá sprengingunni og búið er að slökkva hann.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi segir að sjö manns hafi verið í húsinu, hjón með börn sín og barnabörn og brenndust þau öll eitthvað.

Maður um sextug og drengur fæddur árið 1997 hlutu annars stigs bruna og voru þeir báðir fluttir  á sjúkrahús í Reykjavík en hin verða flutt á sjúkrahúsið á Selfossi til aðhlynningar. Þá brenndist heimilishundurinn einnig eitthvað en hann hefur verið fluttur til dýralæknis.

Nokkurt tjón varð á innanstokksmunum en húsið sjálft er lítið skemmt eftir sprenginuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×