Lífið

Marcia Wallace úr Simpsons látin

Marcia Wallace ásamt Bill Daily.
Marcia Wallace ásamt Bill Daily. Mynd/AP
Bandaríska leikkonan Marcia Wallace er látin en hún er þekktust fyrir að ljá bitra kennaranum Ednu Krabappel rödd sína í teiknimyndaþáttunum um Simpsons-fjölskylduna.

Marcia Wallave var sjötug að aldri en banamein hennar liggur ekki fyrir. Al Jean, framleiðandi The Simpsons tilkynnti um andlát leikkonunnar í yfirlýsingu í gær. Störf Wallace í sjónvarpsþáttunum hafa vakið mikla lukku meðal áhorfenda enda þótti túlkun hennar á hinni lífsþreyttu Ednu Krabappel frábær. Wallace hlaut Emmy-verðlaun árið 1992 fyrir störf sín.

Í yfirlýsingu frá aðstandendum The Simpsons segir að ómögulegt verði að finna staðgengil Wallace og því verði Edna blessunin skrifuð út úr þáttunum. Wallace sigraðist á brjóstakrabbameini árið 2004 en um það leiti gaf hún út ævisögu sína. Edna, sem er kennari Bart Simpsons, giftist Ned Flanders, nágranna Simpsons-fjölskyldunnar á laun í nýjustu þáttaröðinni. Harry Shearer sem ljær Flanders rödd sína, segir Wallace hafa verið stórkostlega manneskju og að henni hafi ávallt fylgt jákvæð orka og kastast það skemmtilega á við hina keðjureykjandi Ednu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.