Nissan býður loks Infinity í Japan Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2013 10:45 Infinity Q50 Nissan stofnaði lúxusbílaarm sinn, Infinity, til þess eins að selja bíla undir því merki í öðrum löndum, aðallega Bandaríkjunum. Því hafa Infinity bílar aldrei verið seldir í heimalandinu Japan. Þó eru flestir Infinity bílar framleiddir í Japan. Nú hefur Nissan tekið þá ákvörðun að selja loks Infinity bíla þar og er helsta ástæða þess hörð samkeppni frá þýsku lúxusbílaframleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz og það í þeirra eigin heimalandi. Infinity bílar verða seldir í sölustöðum Nissan í Japan og fyrsti bíllinn sem fer í sölu verður Infinity Q50. Á undanförnum árum hefur Infinity merkið átt í stökustu vandræðum með að skapa Nissan hagnað þar sem japanska yenið hefur verið svo sterkt gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Infinity hefur aðeins skapað 1% af hagnaði Nissan á undanförnum 2 árum, en þar sem yenið hefur fallið mikið á þessu ári hefur gæfan snúist Infinity í hag og mun skila tilætluðum hagnaði, eða um 6-7% af veltu og mun stærri sneið í heildarhagnaði Nissan. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Nissan stofnaði lúxusbílaarm sinn, Infinity, til þess eins að selja bíla undir því merki í öðrum löndum, aðallega Bandaríkjunum. Því hafa Infinity bílar aldrei verið seldir í heimalandinu Japan. Þó eru flestir Infinity bílar framleiddir í Japan. Nú hefur Nissan tekið þá ákvörðun að selja loks Infinity bíla þar og er helsta ástæða þess hörð samkeppni frá þýsku lúxusbílaframleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz og það í þeirra eigin heimalandi. Infinity bílar verða seldir í sölustöðum Nissan í Japan og fyrsti bíllinn sem fer í sölu verður Infinity Q50. Á undanförnum árum hefur Infinity merkið átt í stökustu vandræðum með að skapa Nissan hagnað þar sem japanska yenið hefur verið svo sterkt gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Infinity hefur aðeins skapað 1% af hagnaði Nissan á undanförnum 2 árum, en þar sem yenið hefur fallið mikið á þessu ári hefur gæfan snúist Infinity í hag og mun skila tilætluðum hagnaði, eða um 6-7% af veltu og mun stærri sneið í heildarhagnaði Nissan.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent