Innlent

Konur fá ekki stöðuhækkanir í lögreglunni

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Framgangur kvenna innan lögreglunnar er mjög hægur. Konur upplifa að þær muni ekki ná framgangi í starfi líkt og karlar.  Þetta er meðal þess sem hægt er að lesa í könnun sem embætti ríkislögreglustjóra og Háskóli Íslands stóðu fyrir á vinnumenningu meðal starfandi lögreglumanna.

Í könnuninni kemur jafnframt fram að hægur framgangur kvenna í lögreglunni er mjög sýnilegur, en aðeins tvær konur hafa komist yfir „glerþak“ lögreglunnar og starfar önnur þeirra sem aðstoðaryfirlögregluþjónn og hin sem aðalvarðstjóri. Báðar lögreglukonurnar voru skipaðar árið 2000, eða fyrir 13 árum síðan, og starfa báðar hjá embætti ríkislögreglustjóra.

Þá kemur  fram að konur eru að sækjast eftir aukinni ábyrgð eða stöðuhækkunum  en þær upplifa að það sé gengið framhjá þeim, og konum almennt, þegar skipað er í stöður í lögreglunni.

Konur í lögreglunni eru almennt með meiri menntun en karlar. Framgangur kvenna í starfi er meðal þeirra ástæðna sem lögreglukonurnar, gáfu fyrir brotthvarfi sínu frá lögreglu.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru skýrar, framgangur kvenna er virkilega hægur í lögreglunni og óánægja kvenna vegna framgangs síns í lögreglunni hefur aukist verulega síðastliðin ár.  


Tengdar fréttir

Einelti innan lögreglunnar

Einelti er útbreitt vandamál innan lögreglunnar. Einn af hverjum fimm lögreglumönnum segist hafa orðið fyrir einelti í lögreglunni, og flestir segja af hendi yfirmanns

Konum vantreyst innan lögreglunnar

Konur í lögreglunni eru meðvitaðar um að staða karla í lögreglunni sé betri en kvenna. Meirihluti kvenna gerir sér grein fyrir því að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst stundum, oft eða alltaf komið öðruvísi fram við þær en karla.

Kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar útbreytt vandamál

Þriðjungur kvenna í lögreglunni hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni oftar en tvisvar sinnum á sex mánaða tímabili á móti tæplega 18% karla. Konur verða frekar og oftar fyrir kynferðislegri áreitni en karlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×