Innlent

Foreldrar veita afslátt á öryggi barna í hagræðingaskyni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Það er miðað við að krakkar séu orðnir 150 cm og 36 kíló til þess að vera bara í belti í bíl.
Það er miðað við að krakkar séu orðnir 150 cm og 36 kíló til þess að vera bara í belti í bíl. mynd/365
„Það er mikilvægt að fólk hugi að öryggisbúnaði barna í bílum,“ segir Árný Ingvarsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Samgöngustofu. „Það er býsna mikið um það að krakkar séu bara í beltum en ekki í bílstól eða á bílbúða með baki eins og þau ættu að vera.“

Árný segir að það hafi færst í vöxt að foreldrar taki sig saman og skiptist á að aka börnum sínum og hvers annars í tómstundir. Í þannig tilvikum sé tilhneiging til þess að gefa „afslátt“ af öryggiskröfum og ekki öll börnin sitjji á þar til gerðum púðum.

„Maður getur skilið þetta, fólk er að hagræða og spara tíma, en þetta er eitthvað sem fólk þarf að hugsa um og huga að,“ segir Árný. „Það er miðað við að krakkar séu orðnir 150 cm á hæð og 36 kíló til þess að vera bara í belti í bíl.“

Hún segir að beinabygging barna sé ekki nægilega þroskuð til að taka við höggi frá öryggisbeltinu einu saman og beltið getur því veitt alvarlega áverka á kviðarholi barna.

Hún minnir á að það skipti líka máli að börnin séu örugg í bifreiðum þó aðeins sé verið að fara stutta vegalengd enda verða flest slys innan við þriggja kílómetra frá upphafsstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×