Innlent

„Nemendur fóru í stunukeppni og kynlífsstellingaleikinn“

Boði Logason skrifar
Strákarnir voru beðnir um að dansa breikdans á meðan stelpurnar voru látnar keppa í að hrista rassinn á sem kynþokkafyllstan hátt.
Strákarnir voru beðnir um að dansa breikdans á meðan stelpurnar voru látnar keppa í að hrista rassinn á sem kynþokkafyllstan hátt. Mynd/365 og KÍ
Kennari í Menntaskólanum í Kópavogi segir að kynjafræðsla í skólum sé nauðsynleg, enda sé umhverfi okkar gegnsýrt af kynlífsvæddum einhæfum staðalmyndum kynjanna.

María Hjálmtýsdóttir, skrifar pistil á vefsíðu Kennarasambands

Íslands í dag.

Í pistilinum segir hún frá nýnemaferð sem hún hafi farið í á dögunum „þar sem nemendur léku „hóruleikinn“, fóru í stunukeppni og lásu upp úr klámblöðum við mikinn fögnuð viðstaddra. Strákarnir voru beðnir um að dansa breikdans á meðan stelpurnar voru látnar keppa í að hrista rassinn á sem kynþokkafyllstan hátt. Að lokum var svo farið í kynlífsstellingaleikinn.“

Segir hún að upplifun sín úr ferðinni hafi sannfært sig enn betur um nauðsyn þess að kenna kynjafræði í skólum.

„Þegar ég var unglingur vorum við upptekin af kynlífi og útliti eins og unglingar hafa verið síðan fyrirbærið varð til. Ég dillaði rassinum, mátaði mínípils og málaði andlitið á mér svo rækilega að förðunarmeistarar Þjóðleikhúss hefðu orðið stoltir af,“ skrifar hún.

Krakkar í dag búi í veruleika sem mætti líkja við hormónahlöðnu árin sín á sterum.

„Til að útvega klámspólu eða blöð nú til dags þarf ekki að fara í laumulegan leiðangur. Klámheimurinn er orðinn ýktari, grófari og aðgengilegur hverjum þeim sem er með puttann á músinni eða jafnvel bara í símanum. Samkvæmt vinsælum fyrirmyndum krakkanna eru svölu strákarnir harðir og massaðir og stelpurnar sexý. Þeir sem eru „óheppnir í framan“ eiga ekki séns. Það er glatað að vera þenkjandi „trefill“ og lokatakmark flestra samskipta er kynlíf.“

Segir  hún að ein af grunnstoðum menntunar í landinu sé jafnrétti og kennurum beri að innleiða jafnréttishugsun og sjónarmið í námsefnið og kennsluna.

„En er það ekki nóg? Hvers vegna þurfum við þá að kenna kynjafræði á framhaldskólastigi?“

Pistil Maríu má lesa í heild sinni hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×