Tveggja barna móðir glímdi við sjálfsvígshugsanir Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 10. september 2013 16:49 Friða hefur í dag náð góðum bata. Málfríður Hrund Einarsdóttir glímdi við nánast stöðugar sjálfsvígshugsanir í tvö ár. Málfríður er alla jafna kölluð Fríða og hún er tveggja barna einstæð móðir í dag. Hún hefur náð góðum bata og hefur verið á góðri leið upp á við með hjálp Hugarafls og Drekaslóðar. Í dag er alþjóðlegur forvarnadagur gegn sjálfsvígum. Haldnar verða kyrrðarstundir í Dómkirkjunni í Reykjavík og í Glerárkirkju á Akureyri klukkan 20.00 í kvöld, eins og greint hefur verið frá á Vísi. Fríða byrjaði að finna fyrir alvarlegu þunglyndi þegar hún gekk með seinna barnið sitt. Hún segist átta sig á því eftir á að hún hafi verið farin að þróa með sér þunglyndi eitthvað fyrr, þetta hafi vissulega tekið tíma að þróast en hún hafi hrunið alveg niður, á mjög stuttum tíma. „Ég var 32 ára og gengin nokkrar vikur með barnið þegar ég fór að finna fyrir alvarlegum sjálfsvígshugsunum. Ég hélt ég væri eina manneskjan í heiminum sem liði svona og þetta myndi aldrei lagast,“ segir Fríða. Fríða segist hafa misst alla von, hún hafi þurft að taka veikindaleyfi frá vinnu, hún gat ekki séð um einföld heimilisstörf og ekki sinnt barninu sínu. Hún fann fyrir gagnrýni frá sumum í kringum sig, það var að því fundið hvað hún var leið og áhugalaus. Hún tekur þó fram að það hafi aðallega verið hún sjálf sem var hvað verst, hún dró sig stöðugt niður. „Þegar maður er svona veikur er maður í stöðugum sveiflum upp og niður, líðanin fer aldrei mjög langt upp, en því lengra niður. Maður er líka stöðugt með samviskubit yfir því að líða svona því það eru aðrir sem hafa það mun verr, þetta er allt partur af niðurrifinu,“ segir hún. Hún lýsir því hvernig sjálfsvígshugsanirnar hafi verið stöðugar og hún hafi verið farin að skipuleggja að enda líf sitt. Hún lýsir því einnig hvernig það hafi verið viss léttir að fara í gegnum þessar sjálfsvígshugsanir því hún eygði þá allavega von um að hún gæti endað þessa vanlíðan sjálf. „Ég trúði því líka innilega að það væri það best fyrir alla að ég myndi deyja, það væri betra fyrir börnin mín að ég myndi deyja. Þetta sýnir hvað þeir sem eru þunglyndir þjást oft af miklum ranghugmyndum,“ segir Friða.Hætti í vinnunni Fríða fór beint í fæðingarorlof eftir veikindaleyfið en reyndi að því loknu að hefja störf að nýju. Hún vann hjá stofnun innan ríkisins. Hún lýsir því að henni hafi liðið stanslaust illa og átt erfitt með að mæta til vinnu og þegar hún mætti átti hún erfitt með að sinna starfinu. Það varð til þess að búa til mikið samviskubit sem enn jók á þunglyndið. „Þrátt fyrir mikinn stuðning frá mínum nánasta yfirmanni fannst mér engin leið til þess að halda áfram í starfinu. Mér var boðið að taka leyfi en ég eygði enga von um að verða nokkurn tíman góð á ný svo ég ákvað að hætta.“ segir Fríða. Hún segir að það að hætta í starfinu hafi í raun verið skref aftur á bak, staðan hafi orðið enn verri við það að verða atvinnulaus. Þá bættist á skömm ofan í allt saman, skömm við að geta ekki verið almennileg og unnið eins og aðrir. Hennar skoðun er sú að það þyrfti að vera betra kerfi, sem tekur á svona veikindum, enda lendir fjöldi manns í því á hverju ári að verða óvinnufær vegna veikinda. Það þyrfti að taka betur á þeim sem koma til baka úr veikindaleyfi, þar sem starfsmönnum gefst færi á að vinna það sem þeir treysta sér til og þeir finni að þeir séu velkomnir aftur og fái tækifæri á að vinna í sínum málum meðfram vinnu. Hún telur að slíkt myndi flýta fyrir bata flestra. Fríða hvetur alla sem líður svona illa að leita sér hjálpar og bendir á að það verði opin vika hjá Hugarafli í næstu viku þar sem fólk getur komið í leit að bata. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Málfríður Hrund Einarsdóttir glímdi við nánast stöðugar sjálfsvígshugsanir í tvö ár. Málfríður er alla jafna kölluð Fríða og hún er tveggja barna einstæð móðir í dag. Hún hefur náð góðum bata og hefur verið á góðri leið upp á við með hjálp Hugarafls og Drekaslóðar. Í dag er alþjóðlegur forvarnadagur gegn sjálfsvígum. Haldnar verða kyrrðarstundir í Dómkirkjunni í Reykjavík og í Glerárkirkju á Akureyri klukkan 20.00 í kvöld, eins og greint hefur verið frá á Vísi. Fríða byrjaði að finna fyrir alvarlegu þunglyndi þegar hún gekk með seinna barnið sitt. Hún segist átta sig á því eftir á að hún hafi verið farin að þróa með sér þunglyndi eitthvað fyrr, þetta hafi vissulega tekið tíma að þróast en hún hafi hrunið alveg niður, á mjög stuttum tíma. „Ég var 32 ára og gengin nokkrar vikur með barnið þegar ég fór að finna fyrir alvarlegum sjálfsvígshugsunum. Ég hélt ég væri eina manneskjan í heiminum sem liði svona og þetta myndi aldrei lagast,“ segir Fríða. Fríða segist hafa misst alla von, hún hafi þurft að taka veikindaleyfi frá vinnu, hún gat ekki séð um einföld heimilisstörf og ekki sinnt barninu sínu. Hún fann fyrir gagnrýni frá sumum í kringum sig, það var að því fundið hvað hún var leið og áhugalaus. Hún tekur þó fram að það hafi aðallega verið hún sjálf sem var hvað verst, hún dró sig stöðugt niður. „Þegar maður er svona veikur er maður í stöðugum sveiflum upp og niður, líðanin fer aldrei mjög langt upp, en því lengra niður. Maður er líka stöðugt með samviskubit yfir því að líða svona því það eru aðrir sem hafa það mun verr, þetta er allt partur af niðurrifinu,“ segir hún. Hún lýsir því hvernig sjálfsvígshugsanirnar hafi verið stöðugar og hún hafi verið farin að skipuleggja að enda líf sitt. Hún lýsir því einnig hvernig það hafi verið viss léttir að fara í gegnum þessar sjálfsvígshugsanir því hún eygði þá allavega von um að hún gæti endað þessa vanlíðan sjálf. „Ég trúði því líka innilega að það væri það best fyrir alla að ég myndi deyja, það væri betra fyrir börnin mín að ég myndi deyja. Þetta sýnir hvað þeir sem eru þunglyndir þjást oft af miklum ranghugmyndum,“ segir Friða.Hætti í vinnunni Fríða fór beint í fæðingarorlof eftir veikindaleyfið en reyndi að því loknu að hefja störf að nýju. Hún vann hjá stofnun innan ríkisins. Hún lýsir því að henni hafi liðið stanslaust illa og átt erfitt með að mæta til vinnu og þegar hún mætti átti hún erfitt með að sinna starfinu. Það varð til þess að búa til mikið samviskubit sem enn jók á þunglyndið. „Þrátt fyrir mikinn stuðning frá mínum nánasta yfirmanni fannst mér engin leið til þess að halda áfram í starfinu. Mér var boðið að taka leyfi en ég eygði enga von um að verða nokkurn tíman góð á ný svo ég ákvað að hætta.“ segir Fríða. Hún segir að það að hætta í starfinu hafi í raun verið skref aftur á bak, staðan hafi orðið enn verri við það að verða atvinnulaus. Þá bættist á skömm ofan í allt saman, skömm við að geta ekki verið almennileg og unnið eins og aðrir. Hennar skoðun er sú að það þyrfti að vera betra kerfi, sem tekur á svona veikindum, enda lendir fjöldi manns í því á hverju ári að verða óvinnufær vegna veikinda. Það þyrfti að taka betur á þeim sem koma til baka úr veikindaleyfi, þar sem starfsmönnum gefst færi á að vinna það sem þeir treysta sér til og þeir finni að þeir séu velkomnir aftur og fái tækifæri á að vinna í sínum málum meðfram vinnu. Hún telur að slíkt myndi flýta fyrir bata flestra. Fríða hvetur alla sem líður svona illa að leita sér hjálpar og bendir á að það verði opin vika hjá Hugarafli í næstu viku þar sem fólk getur komið í leit að bata.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira