„Utanríkisráðherra er að skemma viðræðuferlið“ Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2013 13:58 Samtökin Já-Ísland lýsa miklum vonbrigðum með ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra að leysa upp samninganefnd Ísland um aðild að Evrópusambandinu á meðan svo kallað hlé stendur yfir á viðræðunum. Formaður Já-Ísland segir utanríkisráðherra skemma fyrir framhaldi evrópuumræðunnar með stefnu sinni og hann sniðgangi Alþingi í málinu. Farsælast væri að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um framhald viðræðna samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Samtökin Já-Ísland lýsa miklum vonbrigðum með ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra að leysa upp samninganefnd Ísland um aðild að Evrópusambandinu á meðan svo kallað hlé stendur yfir á viðræðunum. Jón Steindór Valdimarsson formaður Já-Ísland segir þessa ákvörðun ráðherrans sérkennilega. „Okkur finnst þetta vera óvönduð vinnubrögð. Okkur finnst að ráðherrann sé þarna að lítilsvirða hvortveggja vilja Alþingis, hann snýr við vilja Alþingis án þess að bera það undir þingið,“ segir Jón Steindór. Og einnig liggi fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji leiða þetta mál til lykta og greiða atkvæði um framhaldið. Þetta hafi marg sinnis komið fram en samt kjósi ráðherrann að fara aðra leið. Það séu vonbrigði að svo virðist að ekki eigi að standa við loforð um að þjóðin verði spurð um framhald viðræðna. En á Alþingi í gær sagði utanríkisráðherra þetta um málið: „Engar skemmdir hafa verið unnar á einu né neinu. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð. Engu hefur verið slitið. Þannig höfum við staðið að öllu þessu máli í góðri sátt við gagnaðila okkar. Enda bera viðbrögð Evrópusambandsins ekki merki annars en sambandið hafi fullan skilning á ákvörðun okkar um hlé á aðildarferlinu,“ sagði Gunnar Bragi. Jón Steindór segir ráðherra sé þvert á móti að skemma fyrir ferli málsins með framgöngu sinni. Já, það er verið að því. Það er sama hvað hver segir að þá er það nú einu sinni þannig í svona samskiptum að það er til eitthvað sem menn kalla stofnanaminni. Í stofnunum er bara fólk og það fennir mjög fljótt yfir svona hluti,“ segir Jón Steindór. Bæði Evrópusambandið og íslenskt samfélag séu lifandi og því geti hlutirnir breyst hratt. „Þannig að það er algerlega ótvírætt í mínum huga að þarna er verið að skemma fyrir. Hver vika sem líður án þess að þráðurinn sé tekinn upp, skemmir fyrir,“ Það eigi ótvírætt að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið eins og formenn stjórnarflokkanna hafi lofað. „Ég tel að það væri hið eina rétta í stöðunni. Og sennilega væri skynsamlegast í stöðunni að reyna að ná því með næstu sveitarstjórnarkosningum. Það er útgjaldaminnst og tiltölulega stuttur tími þangað til. En í öllu falli verður að útkljá þetta mál á þessu kjörtímabili og því fyrr því betra,“ segir formaður Já-Ísland. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Formaður Já-Ísland segir utanríkisráðherra skemma fyrir framhaldi evrópuumræðunnar með stefnu sinni og hann sniðgangi Alþingi í málinu. Farsælast væri að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um framhald viðræðna samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Samtökin Já-Ísland lýsa miklum vonbrigðum með ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra að leysa upp samninganefnd Ísland um aðild að Evrópusambandinu á meðan svo kallað hlé stendur yfir á viðræðunum. Jón Steindór Valdimarsson formaður Já-Ísland segir þessa ákvörðun ráðherrans sérkennilega. „Okkur finnst þetta vera óvönduð vinnubrögð. Okkur finnst að ráðherrann sé þarna að lítilsvirða hvortveggja vilja Alþingis, hann snýr við vilja Alþingis án þess að bera það undir þingið,“ segir Jón Steindór. Og einnig liggi fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji leiða þetta mál til lykta og greiða atkvæði um framhaldið. Þetta hafi marg sinnis komið fram en samt kjósi ráðherrann að fara aðra leið. Það séu vonbrigði að svo virðist að ekki eigi að standa við loforð um að þjóðin verði spurð um framhald viðræðna. En á Alþingi í gær sagði utanríkisráðherra þetta um málið: „Engar skemmdir hafa verið unnar á einu né neinu. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð. Engu hefur verið slitið. Þannig höfum við staðið að öllu þessu máli í góðri sátt við gagnaðila okkar. Enda bera viðbrögð Evrópusambandsins ekki merki annars en sambandið hafi fullan skilning á ákvörðun okkar um hlé á aðildarferlinu,“ sagði Gunnar Bragi. Jón Steindór segir ráðherra sé þvert á móti að skemma fyrir ferli málsins með framgöngu sinni. Já, það er verið að því. Það er sama hvað hver segir að þá er það nú einu sinni þannig í svona samskiptum að það er til eitthvað sem menn kalla stofnanaminni. Í stofnunum er bara fólk og það fennir mjög fljótt yfir svona hluti,“ segir Jón Steindór. Bæði Evrópusambandið og íslenskt samfélag séu lifandi og því geti hlutirnir breyst hratt. „Þannig að það er algerlega ótvírætt í mínum huga að þarna er verið að skemma fyrir. Hver vika sem líður án þess að þráðurinn sé tekinn upp, skemmir fyrir,“ Það eigi ótvírætt að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið eins og formenn stjórnarflokkanna hafi lofað. „Ég tel að það væri hið eina rétta í stöðunni. Og sennilega væri skynsamlegast í stöðunni að reyna að ná því með næstu sveitarstjórnarkosningum. Það er útgjaldaminnst og tiltölulega stuttur tími þangað til. En í öllu falli verður að útkljá þetta mál á þessu kjörtímabili og því fyrr því betra,“ segir formaður Já-Ísland.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira