Innlent

Guðjón valur með sjö í baráttu hornamannanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Valur
Kiel vann 29-23 útisigur á Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði var markahæstur gestanna með sjö mörk.

Gestirnir skoruðu fyrsta markið og höfðu forystuna út leikinn. Þeir leiddu í hálfleik 16-12 en miklu munaði um markvörslu Johan Sjöstrand sem varði 21 skot í leiknum. Aron Pálmarsson var ekki með Þýskalandsmeisturunum vegna meiðsla.

Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk fyrir heimamenn og Hannes Jón Jónsson tvö. Þjálfari nýliðanna er Aðalsteinn Eyjólfsson.

Kiel hefur tíu stig í toppsæti deildarinnar eftir fimm leiki. Eisenach hefur eitt stig í næstneðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×