Innlent

Viti sínu fjær vegna sveppaáts

Jakob Bjarnar skrifar
Hér má sjá mann nokkurn finna sér til sveppi á umferðareyju.
Hér má sjá mann nokkurn finna sér til sveppi á umferðareyju.
Maður nokkur í Kópavogi gekk af göflunum; veinaði og og öskraði en lögreglan telur að ástand mannsins megi rekja til sveppaáts.

Lögreglan handtók um klukkan hálf þrjú í nótt mann í Kópavogi sem var í annarlegu ástandi, svo vægt sé til orða tekið. Að sögn lögreglu stóð hann nærri íþróttamannvirki í bænum og þar öskraði hann og veinaði af lífs og sálarkröftum.

Lögregla segir líklegt að lætin í manninum megi rekja til sveppaáts, en einnig fannst ætlað kannabisefni á honum. Hann var fluttur í fangageymslu þar sem hann verður uns ástand hans lagast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×