Nýtt fyrirtæki sinnir lögfræðilegri skjalagerð á netinu - "Ódýrara og einfaldara“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 5. september 2013 19:02 Kristrún Elsa Harðardóttir er eigandi Ísskjals, hún stofnaði fyrirtækið og útbjó síðuna ein síns liðs. Íslenska skjalagerðin er nýtt fyrirtæki sem sinnir lögfræðilegri skjalagerð, eingöngu í gegnum internetið. Fyrirtækið var stofnað í vikunni og er stofnandinn ung kona, lögfræðingurinn Kristrún Elsa Harðardóttir. „Að mér best vitandi er þetta nýmæli á íslenskum markaði, að hægt sé að panta sérhannaða löggerninga í gegnum internetið og fá þá senda í tölvupósti innan fárra daga,“ segir Kristrún. Kristrún segir að með því að halda viðskiptunum eingöngu á netinu sé hægt að halda kostnaði viðskiptavinarins í lágmarki. Allur kostnaður við gerð skjalsins sem er pantað er innifalinn í verðinu sem eru uppgefið á síðunni. Það sé því enginn falinn kostnaður. Hún segir jafnframt að með því að halda viðskiptunum eingöngu á internetinu sé einnig hægt að halda umstangi við skjalagerð í lágmarki. Viðskiptavinir panta sérhannaða löggerninga í gegnum vefsíðuna og fá skjalið sent í tölvupósti innan þriggja til fimm virkra daga. Kristrún útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir rúmum þremur árum síðan. Hún hefur hlotið réttindi til málsflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað við lögmennsku. Hún starfar nú sem lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.Fékk hugmyndina fyrir þremur vikum – Síðan fór í loftið í fyrrakvöld„Síðan fór í loftið í fyrrakvöld, ég er strax búin að fá sendar fyrirspurnir en auðvitað er þetta bara að fara af stað,“ segir Kristrún. Hugmyndina að síðunni fékk Kristrún fyrir þremur vikum síðan og fann í kjölfarið forrit á netinu og lærði sjálf að búa til vefsíðu. „Ég gerði þetta algjörlega ein og hef eytt öllum mínum frítíma þessar vikur í að koma síðunni af stað. Það erfiðasta við þetta var að læra að gera vefsíðu. En skjölin kann ég að gera enda hef ég reynslu af skjalagerð úr fyrri störfum,“ segir Kristrún. „Síðan ég útskrifaðist hafa fjölmargir, vinir og vandamenn verið í sambandi við mig um gerð skjala og því er ég viss um að það sé markaður fyrir þetta hér á landi,“ segir hún. Kristrún segir að það sé alltaf að færast í auka að fólk nýti sér lögfræðileg skjöl, til dæmis sé það orðið mun algengara nú en áður að fólk geri með sér kaupamála. Einnig hefur vantað úrræði fyrir fólk í fasteignaviðskiptum sem vill ekki eiga viðskiptin í gegnum fasteignasölur. Ísskjal getur séð um slíka skjalagerð. Kristrún segir að ef fyrirtækið gangi vel ætli hún sér að ráða inn lögfræðing til þess að sjá um verkefnin með sér. Hún vilji ekki hætta í starfi sínu hjá Útlendingastofnun sem henni finnst mjög skemmtilegt. „Í vinnunni minni hitti ég mikið af fólki, alls konar fólki og vinnan getur verið mjög skemmtileg þó hún sé vissulega erfið á köflum. En ég vildi stofna þetta fyrirtæki líka, hugmyndin var einfaldlega of góð til framkvæmda hana ekki,“ segir Kristrún. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Íslenska skjalagerðin er nýtt fyrirtæki sem sinnir lögfræðilegri skjalagerð, eingöngu í gegnum internetið. Fyrirtækið var stofnað í vikunni og er stofnandinn ung kona, lögfræðingurinn Kristrún Elsa Harðardóttir. „Að mér best vitandi er þetta nýmæli á íslenskum markaði, að hægt sé að panta sérhannaða löggerninga í gegnum internetið og fá þá senda í tölvupósti innan fárra daga,“ segir Kristrún. Kristrún segir að með því að halda viðskiptunum eingöngu á netinu sé hægt að halda kostnaði viðskiptavinarins í lágmarki. Allur kostnaður við gerð skjalsins sem er pantað er innifalinn í verðinu sem eru uppgefið á síðunni. Það sé því enginn falinn kostnaður. Hún segir jafnframt að með því að halda viðskiptunum eingöngu á internetinu sé einnig hægt að halda umstangi við skjalagerð í lágmarki. Viðskiptavinir panta sérhannaða löggerninga í gegnum vefsíðuna og fá skjalið sent í tölvupósti innan þriggja til fimm virkra daga. Kristrún útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir rúmum þremur árum síðan. Hún hefur hlotið réttindi til málsflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað við lögmennsku. Hún starfar nú sem lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.Fékk hugmyndina fyrir þremur vikum – Síðan fór í loftið í fyrrakvöld„Síðan fór í loftið í fyrrakvöld, ég er strax búin að fá sendar fyrirspurnir en auðvitað er þetta bara að fara af stað,“ segir Kristrún. Hugmyndina að síðunni fékk Kristrún fyrir þremur vikum síðan og fann í kjölfarið forrit á netinu og lærði sjálf að búa til vefsíðu. „Ég gerði þetta algjörlega ein og hef eytt öllum mínum frítíma þessar vikur í að koma síðunni af stað. Það erfiðasta við þetta var að læra að gera vefsíðu. En skjölin kann ég að gera enda hef ég reynslu af skjalagerð úr fyrri störfum,“ segir Kristrún. „Síðan ég útskrifaðist hafa fjölmargir, vinir og vandamenn verið í sambandi við mig um gerð skjala og því er ég viss um að það sé markaður fyrir þetta hér á landi,“ segir hún. Kristrún segir að það sé alltaf að færast í auka að fólk nýti sér lögfræðileg skjöl, til dæmis sé það orðið mun algengara nú en áður að fólk geri með sér kaupamála. Einnig hefur vantað úrræði fyrir fólk í fasteignaviðskiptum sem vill ekki eiga viðskiptin í gegnum fasteignasölur. Ísskjal getur séð um slíka skjalagerð. Kristrún segir að ef fyrirtækið gangi vel ætli hún sér að ráða inn lögfræðing til þess að sjá um verkefnin með sér. Hún vilji ekki hætta í starfi sínu hjá Útlendingastofnun sem henni finnst mjög skemmtilegt. „Í vinnunni minni hitti ég mikið af fólki, alls konar fólki og vinnan getur verið mjög skemmtileg þó hún sé vissulega erfið á köflum. En ég vildi stofna þetta fyrirtæki líka, hugmyndin var einfaldlega of góð til framkvæmda hana ekki,“ segir Kristrún.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira