Nýtt fyrirtæki sinnir lögfræðilegri skjalagerð á netinu - "Ódýrara og einfaldara“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 5. september 2013 19:02 Kristrún Elsa Harðardóttir er eigandi Ísskjals, hún stofnaði fyrirtækið og útbjó síðuna ein síns liðs. Íslenska skjalagerðin er nýtt fyrirtæki sem sinnir lögfræðilegri skjalagerð, eingöngu í gegnum internetið. Fyrirtækið var stofnað í vikunni og er stofnandinn ung kona, lögfræðingurinn Kristrún Elsa Harðardóttir. „Að mér best vitandi er þetta nýmæli á íslenskum markaði, að hægt sé að panta sérhannaða löggerninga í gegnum internetið og fá þá senda í tölvupósti innan fárra daga,“ segir Kristrún. Kristrún segir að með því að halda viðskiptunum eingöngu á netinu sé hægt að halda kostnaði viðskiptavinarins í lágmarki. Allur kostnaður við gerð skjalsins sem er pantað er innifalinn í verðinu sem eru uppgefið á síðunni. Það sé því enginn falinn kostnaður. Hún segir jafnframt að með því að halda viðskiptunum eingöngu á internetinu sé einnig hægt að halda umstangi við skjalagerð í lágmarki. Viðskiptavinir panta sérhannaða löggerninga í gegnum vefsíðuna og fá skjalið sent í tölvupósti innan þriggja til fimm virkra daga. Kristrún útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir rúmum þremur árum síðan. Hún hefur hlotið réttindi til málsflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað við lögmennsku. Hún starfar nú sem lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.Fékk hugmyndina fyrir þremur vikum – Síðan fór í loftið í fyrrakvöld„Síðan fór í loftið í fyrrakvöld, ég er strax búin að fá sendar fyrirspurnir en auðvitað er þetta bara að fara af stað,“ segir Kristrún. Hugmyndina að síðunni fékk Kristrún fyrir þremur vikum síðan og fann í kjölfarið forrit á netinu og lærði sjálf að búa til vefsíðu. „Ég gerði þetta algjörlega ein og hef eytt öllum mínum frítíma þessar vikur í að koma síðunni af stað. Það erfiðasta við þetta var að læra að gera vefsíðu. En skjölin kann ég að gera enda hef ég reynslu af skjalagerð úr fyrri störfum,“ segir Kristrún. „Síðan ég útskrifaðist hafa fjölmargir, vinir og vandamenn verið í sambandi við mig um gerð skjala og því er ég viss um að það sé markaður fyrir þetta hér á landi,“ segir hún. Kristrún segir að það sé alltaf að færast í auka að fólk nýti sér lögfræðileg skjöl, til dæmis sé það orðið mun algengara nú en áður að fólk geri með sér kaupamála. Einnig hefur vantað úrræði fyrir fólk í fasteignaviðskiptum sem vill ekki eiga viðskiptin í gegnum fasteignasölur. Ísskjal getur séð um slíka skjalagerð. Kristrún segir að ef fyrirtækið gangi vel ætli hún sér að ráða inn lögfræðing til þess að sjá um verkefnin með sér. Hún vilji ekki hætta í starfi sínu hjá Útlendingastofnun sem henni finnst mjög skemmtilegt. „Í vinnunni minni hitti ég mikið af fólki, alls konar fólki og vinnan getur verið mjög skemmtileg þó hún sé vissulega erfið á köflum. En ég vildi stofna þetta fyrirtæki líka, hugmyndin var einfaldlega of góð til framkvæmda hana ekki,“ segir Kristrún. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Íslenska skjalagerðin er nýtt fyrirtæki sem sinnir lögfræðilegri skjalagerð, eingöngu í gegnum internetið. Fyrirtækið var stofnað í vikunni og er stofnandinn ung kona, lögfræðingurinn Kristrún Elsa Harðardóttir. „Að mér best vitandi er þetta nýmæli á íslenskum markaði, að hægt sé að panta sérhannaða löggerninga í gegnum internetið og fá þá senda í tölvupósti innan fárra daga,“ segir Kristrún. Kristrún segir að með því að halda viðskiptunum eingöngu á netinu sé hægt að halda kostnaði viðskiptavinarins í lágmarki. Allur kostnaður við gerð skjalsins sem er pantað er innifalinn í verðinu sem eru uppgefið á síðunni. Það sé því enginn falinn kostnaður. Hún segir jafnframt að með því að halda viðskiptunum eingöngu á internetinu sé einnig hægt að halda umstangi við skjalagerð í lágmarki. Viðskiptavinir panta sérhannaða löggerninga í gegnum vefsíðuna og fá skjalið sent í tölvupósti innan þriggja til fimm virkra daga. Kristrún útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir rúmum þremur árum síðan. Hún hefur hlotið réttindi til málsflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað við lögmennsku. Hún starfar nú sem lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.Fékk hugmyndina fyrir þremur vikum – Síðan fór í loftið í fyrrakvöld„Síðan fór í loftið í fyrrakvöld, ég er strax búin að fá sendar fyrirspurnir en auðvitað er þetta bara að fara af stað,“ segir Kristrún. Hugmyndina að síðunni fékk Kristrún fyrir þremur vikum síðan og fann í kjölfarið forrit á netinu og lærði sjálf að búa til vefsíðu. „Ég gerði þetta algjörlega ein og hef eytt öllum mínum frítíma þessar vikur í að koma síðunni af stað. Það erfiðasta við þetta var að læra að gera vefsíðu. En skjölin kann ég að gera enda hef ég reynslu af skjalagerð úr fyrri störfum,“ segir Kristrún. „Síðan ég útskrifaðist hafa fjölmargir, vinir og vandamenn verið í sambandi við mig um gerð skjala og því er ég viss um að það sé markaður fyrir þetta hér á landi,“ segir hún. Kristrún segir að það sé alltaf að færast í auka að fólk nýti sér lögfræðileg skjöl, til dæmis sé það orðið mun algengara nú en áður að fólk geri með sér kaupamála. Einnig hefur vantað úrræði fyrir fólk í fasteignaviðskiptum sem vill ekki eiga viðskiptin í gegnum fasteignasölur. Ísskjal getur séð um slíka skjalagerð. Kristrún segir að ef fyrirtækið gangi vel ætli hún sér að ráða inn lögfræðing til þess að sjá um verkefnin með sér. Hún vilji ekki hætta í starfi sínu hjá Útlendingastofnun sem henni finnst mjög skemmtilegt. „Í vinnunni minni hitti ég mikið af fólki, alls konar fólki og vinnan getur verið mjög skemmtileg þó hún sé vissulega erfið á köflum. En ég vildi stofna þetta fyrirtæki líka, hugmyndin var einfaldlega of góð til framkvæmda hana ekki,“ segir Kristrún.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira