Nýtt fyrirtæki sinnir lögfræðilegri skjalagerð á netinu - "Ódýrara og einfaldara“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 5. september 2013 19:02 Kristrún Elsa Harðardóttir er eigandi Ísskjals, hún stofnaði fyrirtækið og útbjó síðuna ein síns liðs. Íslenska skjalagerðin er nýtt fyrirtæki sem sinnir lögfræðilegri skjalagerð, eingöngu í gegnum internetið. Fyrirtækið var stofnað í vikunni og er stofnandinn ung kona, lögfræðingurinn Kristrún Elsa Harðardóttir. „Að mér best vitandi er þetta nýmæli á íslenskum markaði, að hægt sé að panta sérhannaða löggerninga í gegnum internetið og fá þá senda í tölvupósti innan fárra daga,“ segir Kristrún. Kristrún segir að með því að halda viðskiptunum eingöngu á netinu sé hægt að halda kostnaði viðskiptavinarins í lágmarki. Allur kostnaður við gerð skjalsins sem er pantað er innifalinn í verðinu sem eru uppgefið á síðunni. Það sé því enginn falinn kostnaður. Hún segir jafnframt að með því að halda viðskiptunum eingöngu á internetinu sé einnig hægt að halda umstangi við skjalagerð í lágmarki. Viðskiptavinir panta sérhannaða löggerninga í gegnum vefsíðuna og fá skjalið sent í tölvupósti innan þriggja til fimm virkra daga. Kristrún útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir rúmum þremur árum síðan. Hún hefur hlotið réttindi til málsflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað við lögmennsku. Hún starfar nú sem lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.Fékk hugmyndina fyrir þremur vikum – Síðan fór í loftið í fyrrakvöld„Síðan fór í loftið í fyrrakvöld, ég er strax búin að fá sendar fyrirspurnir en auðvitað er þetta bara að fara af stað,“ segir Kristrún. Hugmyndina að síðunni fékk Kristrún fyrir þremur vikum síðan og fann í kjölfarið forrit á netinu og lærði sjálf að búa til vefsíðu. „Ég gerði þetta algjörlega ein og hef eytt öllum mínum frítíma þessar vikur í að koma síðunni af stað. Það erfiðasta við þetta var að læra að gera vefsíðu. En skjölin kann ég að gera enda hef ég reynslu af skjalagerð úr fyrri störfum,“ segir Kristrún. „Síðan ég útskrifaðist hafa fjölmargir, vinir og vandamenn verið í sambandi við mig um gerð skjala og því er ég viss um að það sé markaður fyrir þetta hér á landi,“ segir hún. Kristrún segir að það sé alltaf að færast í auka að fólk nýti sér lögfræðileg skjöl, til dæmis sé það orðið mun algengara nú en áður að fólk geri með sér kaupamála. Einnig hefur vantað úrræði fyrir fólk í fasteignaviðskiptum sem vill ekki eiga viðskiptin í gegnum fasteignasölur. Ísskjal getur séð um slíka skjalagerð. Kristrún segir að ef fyrirtækið gangi vel ætli hún sér að ráða inn lögfræðing til þess að sjá um verkefnin með sér. Hún vilji ekki hætta í starfi sínu hjá Útlendingastofnun sem henni finnst mjög skemmtilegt. „Í vinnunni minni hitti ég mikið af fólki, alls konar fólki og vinnan getur verið mjög skemmtileg þó hún sé vissulega erfið á köflum. En ég vildi stofna þetta fyrirtæki líka, hugmyndin var einfaldlega of góð til framkvæmda hana ekki,“ segir Kristrún. Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Íslenska skjalagerðin er nýtt fyrirtæki sem sinnir lögfræðilegri skjalagerð, eingöngu í gegnum internetið. Fyrirtækið var stofnað í vikunni og er stofnandinn ung kona, lögfræðingurinn Kristrún Elsa Harðardóttir. „Að mér best vitandi er þetta nýmæli á íslenskum markaði, að hægt sé að panta sérhannaða löggerninga í gegnum internetið og fá þá senda í tölvupósti innan fárra daga,“ segir Kristrún. Kristrún segir að með því að halda viðskiptunum eingöngu á netinu sé hægt að halda kostnaði viðskiptavinarins í lágmarki. Allur kostnaður við gerð skjalsins sem er pantað er innifalinn í verðinu sem eru uppgefið á síðunni. Það sé því enginn falinn kostnaður. Hún segir jafnframt að með því að halda viðskiptunum eingöngu á internetinu sé einnig hægt að halda umstangi við skjalagerð í lágmarki. Viðskiptavinir panta sérhannaða löggerninga í gegnum vefsíðuna og fá skjalið sent í tölvupósti innan þriggja til fimm virkra daga. Kristrún útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir rúmum þremur árum síðan. Hún hefur hlotið réttindi til málsflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað við lögmennsku. Hún starfar nú sem lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.Fékk hugmyndina fyrir þremur vikum – Síðan fór í loftið í fyrrakvöld„Síðan fór í loftið í fyrrakvöld, ég er strax búin að fá sendar fyrirspurnir en auðvitað er þetta bara að fara af stað,“ segir Kristrún. Hugmyndina að síðunni fékk Kristrún fyrir þremur vikum síðan og fann í kjölfarið forrit á netinu og lærði sjálf að búa til vefsíðu. „Ég gerði þetta algjörlega ein og hef eytt öllum mínum frítíma þessar vikur í að koma síðunni af stað. Það erfiðasta við þetta var að læra að gera vefsíðu. En skjölin kann ég að gera enda hef ég reynslu af skjalagerð úr fyrri störfum,“ segir Kristrún. „Síðan ég útskrifaðist hafa fjölmargir, vinir og vandamenn verið í sambandi við mig um gerð skjala og því er ég viss um að það sé markaður fyrir þetta hér á landi,“ segir hún. Kristrún segir að það sé alltaf að færast í auka að fólk nýti sér lögfræðileg skjöl, til dæmis sé það orðið mun algengara nú en áður að fólk geri með sér kaupamála. Einnig hefur vantað úrræði fyrir fólk í fasteignaviðskiptum sem vill ekki eiga viðskiptin í gegnum fasteignasölur. Ísskjal getur séð um slíka skjalagerð. Kristrún segir að ef fyrirtækið gangi vel ætli hún sér að ráða inn lögfræðing til þess að sjá um verkefnin með sér. Hún vilji ekki hætta í starfi sínu hjá Útlendingastofnun sem henni finnst mjög skemmtilegt. „Í vinnunni minni hitti ég mikið af fólki, alls konar fólki og vinnan getur verið mjög skemmtileg þó hún sé vissulega erfið á köflum. En ég vildi stofna þetta fyrirtæki líka, hugmyndin var einfaldlega of góð til framkvæmda hana ekki,“ segir Kristrún.
Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira