Íslendingur í fyrsta sæti bresku útvarpsverðlaunanna Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 5. september 2013 21:54 Sigurður Þorri Gunnarsson vann fyrstu verðlaun bresku útvarpsverðlaunanna fyrir útvarpsheimildarþátt sinn, A Place To belong. Sigurður Þorri Gunnarsson, vann fyrstu verðlaun í bresku útvarpsverðlaunum, British Public Radio Award í flokki stuttra heimildarþátta. Sigurður sem er 24 ára Akureyringur vann verðlaunin fyrir útvarpsþáttinn A Place To Belong eða Staður sem maður tilheyrir. Á annað hundrað þátta voru sendir til keppni í þessum flokki og voru fjórir tilnefndir til verðlauna. Sigurður átti tvo þeirra þátta sem tilnefndir voru. Að sögn Sigurðar hafa dómarnir allir unnið á BBC til fjölda ára og eru mjög virtir innan bransans þannig að viðurkenningin er mikil. Sigurður segir að þátturinn fjalli um kór hinsegin fólks í norð-austur Bretlandi. Í þáttunum veltir hann því upp hvað það er sem dregur fólk saman í söng. Það séu alls konar kórar starfandi víðsvegar, kórar hinsegin fólks, kórar eldri borgara, kórar starfsfólks háskóla og þannig mætti lengi telja. „Í þessum þætti skoðaði ég það hvað það er sem dregur minnihlutahópa saman, hvað það gerir fyrir fólkið að vera saman í kór og hvort það hjálpi þeim á einhvern hátt,“ segir Sigurður. Sigurður segir að í kórnum geti þau komið saman og verið örugg, fólkið geti deilt sameiginlegum áhugamálum og svipuðum bakgrunni. Þau geti verið þau sjálf, sumir séu jafnvel ekki komnir út úr skápnum og aðrir hafa átt erfitt heima fyrir eða í samfélaginu vegna kynhneigðar sinnar. „Þau deila þessum sameiginlegu upplifunum í gegnum sönginn og létta sér lundina um leið. Þetta er fólk úr öllum stigum samfélagsins, sá elsti var kominn vel á sjötugsaldurinn en aðrir voru mun yngri,“ segir hann. Sigurður stundar nú nám í fjölmiðlafræði og leggur áherslu á útvarpsfjölmiðlun. Hann býr í bænum Sunderland í Norð-austur Bretlandi og starfar einnig á útvarpsstöð í bænum. „Ég smitaðist mjög snemma af útvarpsbakteríunni. Ég var 12 ára þegar ég setti á laggirnar mína fyrstu útvarpsstöð heima á Akureyri. Ég hef í raun ekki snúið til baka síðan, lífið mitt snýst um útvarp. Það má segja að útvarpið sé ástin í lífi mínu,“ segir Sigurður. Hann segist hafa valið að fara til Bretlands þar sem Bretar séu þekktir fyrirað vera framarlega á sviði fjölmiðlunar og sérstaklega á sviði útvarpsfjölmiðlunar. Hann hefur komist í kynni við fólk frá BBC sjónvarps- og útvarpsstöðinni og hann segist hafa lært heilmikið af þeim. Einnig hafi hann komist í kynni við fólk í einkageiranum. „Ég nýti mér öll þau tækifæri sem mér gefast og ég ætla mér að ná sem bestri þekkingu á þessu sviði,“ segir Sigurður. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Sigurður Þorri Gunnarsson, vann fyrstu verðlaun í bresku útvarpsverðlaunum, British Public Radio Award í flokki stuttra heimildarþátta. Sigurður sem er 24 ára Akureyringur vann verðlaunin fyrir útvarpsþáttinn A Place To Belong eða Staður sem maður tilheyrir. Á annað hundrað þátta voru sendir til keppni í þessum flokki og voru fjórir tilnefndir til verðlauna. Sigurður átti tvo þeirra þátta sem tilnefndir voru. Að sögn Sigurðar hafa dómarnir allir unnið á BBC til fjölda ára og eru mjög virtir innan bransans þannig að viðurkenningin er mikil. Sigurður segir að þátturinn fjalli um kór hinsegin fólks í norð-austur Bretlandi. Í þáttunum veltir hann því upp hvað það er sem dregur fólk saman í söng. Það séu alls konar kórar starfandi víðsvegar, kórar hinsegin fólks, kórar eldri borgara, kórar starfsfólks háskóla og þannig mætti lengi telja. „Í þessum þætti skoðaði ég það hvað það er sem dregur minnihlutahópa saman, hvað það gerir fyrir fólkið að vera saman í kór og hvort það hjálpi þeim á einhvern hátt,“ segir Sigurður. Sigurður segir að í kórnum geti þau komið saman og verið örugg, fólkið geti deilt sameiginlegum áhugamálum og svipuðum bakgrunni. Þau geti verið þau sjálf, sumir séu jafnvel ekki komnir út úr skápnum og aðrir hafa átt erfitt heima fyrir eða í samfélaginu vegna kynhneigðar sinnar. „Þau deila þessum sameiginlegu upplifunum í gegnum sönginn og létta sér lundina um leið. Þetta er fólk úr öllum stigum samfélagsins, sá elsti var kominn vel á sjötugsaldurinn en aðrir voru mun yngri,“ segir hann. Sigurður stundar nú nám í fjölmiðlafræði og leggur áherslu á útvarpsfjölmiðlun. Hann býr í bænum Sunderland í Norð-austur Bretlandi og starfar einnig á útvarpsstöð í bænum. „Ég smitaðist mjög snemma af útvarpsbakteríunni. Ég var 12 ára þegar ég setti á laggirnar mína fyrstu útvarpsstöð heima á Akureyri. Ég hef í raun ekki snúið til baka síðan, lífið mitt snýst um útvarp. Það má segja að útvarpið sé ástin í lífi mínu,“ segir Sigurður. Hann segist hafa valið að fara til Bretlands þar sem Bretar séu þekktir fyrirað vera framarlega á sviði fjölmiðlunar og sérstaklega á sviði útvarpsfjölmiðlunar. Hann hefur komist í kynni við fólk frá BBC sjónvarps- og útvarpsstöðinni og hann segist hafa lært heilmikið af þeim. Einnig hafi hann komist í kynni við fólk í einkageiranum. „Ég nýti mér öll þau tækifæri sem mér gefast og ég ætla mér að ná sem bestri þekkingu á þessu sviði,“ segir Sigurður.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira