Innlent

Læknafélagið harmar stöðu Landspítalans

Elimar Hauksson skrifar
Læknafélagið telur úrbóta þörf og kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda og stjórnenda Landspítalans
Læknafélagið telur úrbóta þörf og kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda og stjórnenda Landspítalans
Læknafélag íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem félagið harmar stöðu Landspítalans. 

Í ályktuninni segir meðal annars að skapa verði þjóðarsátt um enduruppbyggingu Landspítala auk þess sem skipa þurfi forstöðulækni lyflækninga með faglega og rekstralega ábyrgð og jafnframt að efla starf framhaldsmenntunarstjóra.

Læknar félagsins álykta um að efla þurfi háskólahlutverk Landspítala sem er samofið þjónustu við sjúklinga.

Auk þess telur læknafélagið að efla verði möguleika lækna til að þróa göngudeildarþjónustu á einum stað innan sjúkrahússins og kennsla heilbrigðisstétta verði að færast í vaxandi mæli á göngudeildir, líkt og þekkist annars staðar á Vesturlöndum.

Þá segir í ályktuninni að nauðsynlegt sé að sameina alla bráðastarfsemi lyflækninga í einu húsi eins fljótt og auðið er þar sem ekki hafi verið unnt að skapa vettvang fyrir eðlilega samvinnu deilda á þeim vettvangi.



Máli sínu til stuðnings segir læknafélagið að endurtekið hafi verið fjallað um stöðu sjúkrahússins í fjölmiðlum, nú síðast vegna alvarlegrar stöðu lyflækninga á sjúkrahúsinu. Stjórnvöld og stjórnendur Landspítala þurfi því að átta sig á og viðurkenna alvarlega stöðu hans og bregðast við með ásættanlegum hætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×