Innlent

„Ríkisstjórnin ætti að hafa mjög miklar áhyggjur“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Smári er framkvæmdarstjóri IMMI, alþjóðlegrar stofnunar um  upplýsinga- og tjáningarfrelsi.
Smári er framkvæmdarstjóri IMMI, alþjóðlegrar stofnunar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi. samsett mynd
Smári McCarthy, framkvæmdarstjóri IMMI, alþjóðlegrar stofnunar um  upplýsinga- og tjáningarfrelsi, segir hinn almenna netnotanda ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur í kjölfar frétta af því að þjóðaröryggisstofnanir Bandaríkjanna og Bretlands hafi haft í notkun þróaðan búnað sem þær noti til að afkóða dulkóðuð gögn. Tíðindin byggja á gögnum sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur komið á framfæri við fjölmiðla.

„Ef þessar aðferðir væru almennt þekktar, þannig að til dæmis glæpahópar hefðu aðgang að þeim, væri þetta mikið áhyggjuefni,“ segir Smári í samtali við Vísi. „Það er vissulega alveg áhyggjuefni að NSA sé með þetta en fyrir venjulega netnotkun, til dæmis á netbönkum, hefur þetta minni áhrif.“

Smári segir það alvarlegt að þarna sé komin aðferð við að brjóta friðhelgi einkalífs allra, sem þangað til í gær hafi talið að dulkóðuð gögn væru örugg.

„Miðað við þessar upplýsingar gæti þetta þýtt að allavega einhverjar dulkóðunaraðferðir séu úti og ef fólk vill verja sig frá eftirliti bandarísku ríkisstjórnarinnar, sem er auðvitað mjög stórt apparat sem hefur víðtæk áhrif, þá þarf það að nota mjög sérstakar aðferðir við að verjast þeim í framtíðinni. Almenningur þarf kannski ekki að hafa miklar áhyggjur en íslenska ríkisstjórnin ætti að hafa mjög miklar áhyggjur og reyna að finna einhverjar leiðir til að spyrna við þessu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×