Innlent

Vörukarfan hækkaði mest hjá Kaupfélagi Skagfirðinga

Elimar Hauksson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Verðlagseftirlitið sér um mælingarnar en á vef ASÍ kemur fram að breytingar hafi verið í öllum vöruflokkum.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Verðlagseftirlitið sér um mælingarnar en á vef ASÍ kemur fram að breytingar hafi verið í öllum vöruflokkum.
Vörukarfa ASÍ hækkaði um 3,2% hjá Kaupfélagi Skagfirðinga frá því í júlí þar til nú í lok ágúst. Ef þessi hækkun Kaupfélags Skagfirðinga væri dæmigerð fyrir aðra mánuði ársins samsvaraði hún ársverðbólgu upp á 26%. Hjá Víði hækkaði karfan um 2,5% en Nóatún og Iceland komu þar á eftir með hækkun uppá um það bil tvö prósent.  

Tímabil verðmælinga Alþýðusambandsins tók til sjö vikna og hækkaði vörukarfan hjá níu verslunum af fimmtán. Mesta lækkunin var hjá Tíu-ellefu eða -1,2% á meðan karfan stóð í stað hjá Samkaupum-Úrvali.

Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar mat- og drykkjarvörur en á vef ASÍ má sjá niðurstöðu verðmælinganna. Þar kemur fram að einungis eru birtar upplýsingar um verðbreytngar milli verðmælinga og því sé ekki um beinan verðsamanburð að ræða, það er hvar ódýrustu vörurnar sé að finna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×