Innlent

Fundað í makríldeilunni í Reykjavík

Heimir Már Pétursson skrifar
Samningafundur í makríldeilunni hófst í Reykjavík í morgun að frumkvæði Íslendinga.
Samningafundur í makríldeilunni hófst í Reykjavík í morgun að frumkvæði Íslendinga. mynd/365
Samningafundur í makríldeilunni hófst í Reykjavík í morgun að frumkvæði Íslendinga.  Samninganefndir Íslands og Færeyja annars vegar og Evrópusambandsins og Noregs hins vegar reyna að ná samkomulagi um skiptingu makrílkvótans.

Íslendingar veiða um 123 þúsund tonn af ráðlögðum heildarafla í ár og hafa krafist allt að 17 prósenta hlutdeildar. Evrópusambandið hefur hafið refsiaðgerðir gegn Færeyingum vegna síld-  og makrílveiða þeirra og aðgerðir gegn Íslendingum hafa verið boðaðar. Fundurinn í Reykjavík nú gæti því ráðið úrslitum hvað það varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×