Innlent

"Kennitöluflakk er mikil meinsemd“

Höskuldur Kári Schram og Heimir Már Pétursson skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir kennitöluflakk og slæm skil á ársreikningum vera meinsemd á Íslandi sem finna þurfi lausn á. Þetta háttalag skerði samkeppni og snuði ríkissjóð um skatttekjur.

Tillaga iðnaðar- og viðskiptaráðherra um stofnun starfshóps ráðuneytis hennar, fjármálaráðuneytis og innanríkisráðuneytis til að skoða leiðir til að koma í veg fyrir kennitöluflakk var samþykkt í ríkisstjórn í vikunni. En hugtakið kennitöluflakk er ekki skilgreint í lögum nú.

Hins vegar séu það vondir viðskiptahættir að stunda kerfisbundið kennitöluflakk til að komast undan skattgreiðslum, kröfum ábyrðasjóðs launa, lífeyrisgreiðslum og svo framvegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×