Innlent

Lokadagur Ljósanætur í dag - Flugeldasýning í kvöld

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Fólk er duglegt að mæta í árgangagönguna enda gaman að hitta jafnaldra sína og gamla kunningja.
Fólk er duglegt að mæta í árgangagönguna enda gaman að hitta jafnaldra sína og gamla kunningja.
Úrhellis rigning og hvass vindur urðu til þess að aflýsa varð útitónleikum á Ljósanótt og fresta varð flugeldasýningunni. Flugeldasýningin verður haldin klukkan 22:00 í kvöld. Önnur dagskrá hélst óbreytt og meðal annars hélt Páll Óskar sitt árlega Ljósanæturball.

Að sögn mótshaldara ríkti hátíðarstemning í Reykjanesbæ fram eftir degi og þúsundir tóku þátt í árgangagöngunni. Hvorki slæm veðurspá né stormur öftruðu fólki frá því að koma og hitta jafnaldra sína í göngunni.

Í dag er síðasti dagur Ljósanætur og fjölmargt á dagskrá, meðal annars verða tvær síðustu sýningar í dag á Með blik í auga III, hanakambar og hárlakk og herðapúðar í Andrews leikhúsinu á Ásbrú, þar sem tónlist og tíðaranda níunda áratugarins verða gerð góð skil.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum hefur hátíðin farið vel fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×