Ljósanótt mögulega framlengd. Flugeldasýning verður í kvöld. Hrund Þórsdóttir skrifar 8. september 2013 12:15 Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir unnið að því að framlengja dagskrá Ljósanætur. Stormur gekk yfir vesturhluta landsins í gær með miklu hvassviðri og úrkomu. Lögregla sinnti ýmsum útköllum vegna þessa og víða fuku vinnupallar, þakplötur og annað lauslegt. Björgunarsveitir sem kallaðar voru út á höfuðborgarsvæðinu luku verkefnum sínum fyrir miðnætti og gekk veðrið á vestanverðu landinu niður fljótlega eftir það. Veðrið hafði sín áhrif á menningar- og fjölskylduhátíðina Ljósanótt og segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að þurft hafi að aflýsa útidagskrá gærkvöldsins. „Það voru svo miklar hryðjur að öryggisins vegna þurftum við að slá af útihátíðina en hér var heilmikið ball og að sögn lögreglu gekk allt vel og við erum bara ánægð með það,“ segir Árni. Hátíðin heldur áfram í dag og má finna upplýsingar á netsíðunni ljosanott.is. Tilraunir til að setja upp dagskrá á útisviðinu í kvöld hafa þó enn ekki gengið eftir. „En hver veit nema við bara framlengjum þetta inn í vikuna og höldum tónlistarveislu, hluta af því sem átti að vera á sviðinu í gærkvöldi. Það er verið að spá í það, við reynum bara að gera gott úr þessu.“ Árni segir að vissulega hafi þetta verið leiðinlegt fyrir skipuleggjendur sem höfðu lagt mikla vinnu á sig. „Auðvitað taka menn svona nærri sér en það er nú ofjarl að berjast við veðurguðina svo það þarf bara að taka þessu af yfirvegun. Þetta er auðvitað líka leiðinlegt fyrir hljómsveitir sem voru búnar að undirbúa sig og heilmikið flott prógramm.“ Flugeldasýningu sem átti að vera hápunktur gærdagsins verður í staðinn skotið upp klukkan tíu í kvöld og best er að fylgjast með henni frá hátíðarsvæðinu á Bakkalág. „Við getum alveg lofað því. Ég held það hafi ekki blotnað mikið í þessu úrhelli sem varð hérna einmitt þegar allt átti að fara í gang. En við erum svo sem vön ýmsu Íslendingar, svo við hristum þetta af okkur,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Stormur gekk yfir vesturhluta landsins í gær með miklu hvassviðri og úrkomu. Lögregla sinnti ýmsum útköllum vegna þessa og víða fuku vinnupallar, þakplötur og annað lauslegt. Björgunarsveitir sem kallaðar voru út á höfuðborgarsvæðinu luku verkefnum sínum fyrir miðnætti og gekk veðrið á vestanverðu landinu niður fljótlega eftir það. Veðrið hafði sín áhrif á menningar- og fjölskylduhátíðina Ljósanótt og segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að þurft hafi að aflýsa útidagskrá gærkvöldsins. „Það voru svo miklar hryðjur að öryggisins vegna þurftum við að slá af útihátíðina en hér var heilmikið ball og að sögn lögreglu gekk allt vel og við erum bara ánægð með það,“ segir Árni. Hátíðin heldur áfram í dag og má finna upplýsingar á netsíðunni ljosanott.is. Tilraunir til að setja upp dagskrá á útisviðinu í kvöld hafa þó enn ekki gengið eftir. „En hver veit nema við bara framlengjum þetta inn í vikuna og höldum tónlistarveislu, hluta af því sem átti að vera á sviðinu í gærkvöldi. Það er verið að spá í það, við reynum bara að gera gott úr þessu.“ Árni segir að vissulega hafi þetta verið leiðinlegt fyrir skipuleggjendur sem höfðu lagt mikla vinnu á sig. „Auðvitað taka menn svona nærri sér en það er nú ofjarl að berjast við veðurguðina svo það þarf bara að taka þessu af yfirvegun. Þetta er auðvitað líka leiðinlegt fyrir hljómsveitir sem voru búnar að undirbúa sig og heilmikið flott prógramm.“ Flugeldasýningu sem átti að vera hápunktur gærdagsins verður í staðinn skotið upp klukkan tíu í kvöld og best er að fylgjast með henni frá hátíðarsvæðinu á Bakkalág. „Við getum alveg lofað því. Ég held það hafi ekki blotnað mikið í þessu úrhelli sem varð hérna einmitt þegar allt átti að fara í gang. En við erum svo sem vön ýmsu Íslendingar, svo við hristum þetta af okkur,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira