Gunnar Sverrisson, aðstoðarþjálfari körfuboltaliðs KR, var í dag látinn fara frá félaginu. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KR, mun taka við daglegri þjálfun liðsins.
Helgi Magnússon var í sumar ráðinn aðalþjálfari KR og hefur hann gegnt því starfi samhliða því að spila með liðinu.
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði í samtali við Vísi að Finnur Freyr muni nú taka við daglegri þjálfun liðsins og stjórnun í leikjum.
„Samstarf Helga og Gunnars gekk ekki upp því það eru ár og dagar síðan að KR hefur verið í svo slæmri stöðu í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir," sagði Böðvar en KR hefur unnið tíu leiki af nítján og er í sjötta sæti deildarinnar.
Finnur Freyr mun nú stýra daglegum æfingum ásamt Helga og stjórna svo leikjum liðsins. Helgi verður sem fyrr aðalþjálfari liðsins. „En í leikjunum þarf Helgi að einbeita sér 100 prósent að því að vera leikmaður liðsins," sagði Böðvar.
Hann segir það leiðinlegt að þurfa að skilja við Gunnar. „Hann er toppmaður en þetta var bara því miður ekki að ganga upp. Félagið er stærra en einstaklingurinn og stundum þarf að taka slíkar ákvarðanir."
Gunnar rekinn frá KR
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn


Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn

Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn


Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

Isak utan vallar en þó í forgrunni
Enski boltinn


Saka frá í mánuð og missir af Liverpool
Enski boltinn