Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er í forystu í kvennaflokki eftir annan hringinn af þremur á Símamótinu. Leikið er á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Signý lék í dag á 75 höggum og er á fimm höggum yfir pari eftir 36 holur. Í öðru sæti er Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja á átta höggum yfir pari.
Íslandsmeistarinn í höggleik, Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er þriðja á 12 höggum yfir pari. Jafnar í fjórða til fimmta sæti á 13 höggum yfir pari eru þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili og Valdís Þóra Jónsdóttir Golfklúbbnum Leyni. Valdís lék hringinn í dag á 71 höggi eða á pari og bætti sig um heil 13 högg frá fyrsta hring.
Keppni í karlaflokki stendur yfir en þar hefur Birgir Leifur Hafþórsson forystu. Stöðuna í karla- og kvennaflokki má sjá hér.

