Segir IPA-styrki hafa bætt hag landsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. ágúst 2013 19:08 Íslensk stjórnsýsla og samfélag hefur hagnast verulega á aðildarferlinu við Evrópusambandið. Þetta segir stjórnmálafræðingur í stjórn Félags stjórnsýslufræðinga. Hann segir verkefni á borð við IPA-styrktarsjóðinn hafa fallið í skuggann á háværri umræðu um ESB. Mikið hefur verið rætt um IPA styrki síðustu daga en Evrópusambandið hefur ákveðið að skrúfa fyrir styrkveitingu til fjölmargra verkefna hér á landi. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að gera hlé á aðildarviðræðum er ástæðan fyrir þessu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að með þessari ákvörðun hefði fengist staðfest að IPA-styrkirnir séu til þess ætlaðir að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Enginn vafi er um það að styrkirnir hanga saman við umsóknarferli eða mögulegt umsóknarferli þjóða. Endanleg ákvörðun þessara þjóða er þó höndum kjósenda.Ljóst er að ríkissjóður þarf að hlaupa undir bagga ef þessi verkefni eiga að verða að veruleika.Á meðal þeirra verkefna og stofnana sem verða af styrkjum eru Nýsköpunarmiðstöð sem átti von á um 380 milljónum króna. Að sama skapi fær Tollstjóraembættið ekki tæpan milljarð til að koma á rafrænu tollkerfi. Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins verður af um 150 milljónum og Veðurstofan verður af 270 milljónum króna sem áttu að fara í lagfæringar á vatnamælingakerfi landsins. Fjármálaeftirlitið fær síðan ekki hálfan milljarð sem var ætlað að efla eftirlit með fjármálastarfsemi. Þá átti Matís von á 240 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Einn komma þrír milljarðar áttu síðan að fara í 14 verkefni tengd byggðamálum. Ljóst er að ríkissjóður þarf að hlaupa undir bagga ef þessi verkefni eiga að verða að veruleika. Elvar Örn Arason, stjórnsýslufræðingur, er í stjórn Félags stjórnsýslufræðinga en samtökin hafa rýnt í áhrif evrópusamrunans og IPA-styrkja á íslenska stjórnsýslu og samfélag. Málið var rætt á ráðstefnu síðastliðinn vetur.Elvar Örn Arason, stjórnsýslufræðingur.„Það var mál manna að allt þetta ferli og þátttaka í því hafi styrkt stofnanirnar,“ segir Elvar Örn. „Það er alveg ljóst að ef þetta hættir núna þá fer þessi í súginn. Við vitum í raun ekki alveg hver áhrifin verða af þessu.“ Þá bendir Elvar á að umræðan um ESB hafi verið þess eðlis að verkefni á borð við IPA hafi beinlínis gleymst. „Umræðan hefur verið ansi hörð, en hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá er Ísland stór aðili að Evrópusambandinu. Við erum það djúpt sokkin í evrópusamstarfinu. Í raun gleymist það stundum. Ef við náum að efla okkar stofnanir og stjórnsýslu þá munum við vitanlega verða betur í stakk búin til að takast á við krefjandi verkefni.“ Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Íslensk stjórnsýsla og samfélag hefur hagnast verulega á aðildarferlinu við Evrópusambandið. Þetta segir stjórnmálafræðingur í stjórn Félags stjórnsýslufræðinga. Hann segir verkefni á borð við IPA-styrktarsjóðinn hafa fallið í skuggann á háværri umræðu um ESB. Mikið hefur verið rætt um IPA styrki síðustu daga en Evrópusambandið hefur ákveðið að skrúfa fyrir styrkveitingu til fjölmargra verkefna hér á landi. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að gera hlé á aðildarviðræðum er ástæðan fyrir þessu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að með þessari ákvörðun hefði fengist staðfest að IPA-styrkirnir séu til þess ætlaðir að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Enginn vafi er um það að styrkirnir hanga saman við umsóknarferli eða mögulegt umsóknarferli þjóða. Endanleg ákvörðun þessara þjóða er þó höndum kjósenda.Ljóst er að ríkissjóður þarf að hlaupa undir bagga ef þessi verkefni eiga að verða að veruleika.Á meðal þeirra verkefna og stofnana sem verða af styrkjum eru Nýsköpunarmiðstöð sem átti von á um 380 milljónum króna. Að sama skapi fær Tollstjóraembættið ekki tæpan milljarð til að koma á rafrænu tollkerfi. Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins verður af um 150 milljónum og Veðurstofan verður af 270 milljónum króna sem áttu að fara í lagfæringar á vatnamælingakerfi landsins. Fjármálaeftirlitið fær síðan ekki hálfan milljarð sem var ætlað að efla eftirlit með fjármálastarfsemi. Þá átti Matís von á 240 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Einn komma þrír milljarðar áttu síðan að fara í 14 verkefni tengd byggðamálum. Ljóst er að ríkissjóður þarf að hlaupa undir bagga ef þessi verkefni eiga að verða að veruleika. Elvar Örn Arason, stjórnsýslufræðingur, er í stjórn Félags stjórnsýslufræðinga en samtökin hafa rýnt í áhrif evrópusamrunans og IPA-styrkja á íslenska stjórnsýslu og samfélag. Málið var rætt á ráðstefnu síðastliðinn vetur.Elvar Örn Arason, stjórnsýslufræðingur.„Það var mál manna að allt þetta ferli og þátttaka í því hafi styrkt stofnanirnar,“ segir Elvar Örn. „Það er alveg ljóst að ef þetta hættir núna þá fer þessi í súginn. Við vitum í raun ekki alveg hver áhrifin verða af þessu.“ Þá bendir Elvar á að umræðan um ESB hafi verið þess eðlis að verkefni á borð við IPA hafi beinlínis gleymst. „Umræðan hefur verið ansi hörð, en hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá er Ísland stór aðili að Evrópusambandinu. Við erum það djúpt sokkin í evrópusamstarfinu. Í raun gleymist það stundum. Ef við náum að efla okkar stofnanir og stjórnsýslu þá munum við vitanlega verða betur í stakk búin til að takast á við krefjandi verkefni.“
Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent