Segir IPA-styrki hafa bætt hag landsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. ágúst 2013 19:08 Íslensk stjórnsýsla og samfélag hefur hagnast verulega á aðildarferlinu við Evrópusambandið. Þetta segir stjórnmálafræðingur í stjórn Félags stjórnsýslufræðinga. Hann segir verkefni á borð við IPA-styrktarsjóðinn hafa fallið í skuggann á háværri umræðu um ESB. Mikið hefur verið rætt um IPA styrki síðustu daga en Evrópusambandið hefur ákveðið að skrúfa fyrir styrkveitingu til fjölmargra verkefna hér á landi. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að gera hlé á aðildarviðræðum er ástæðan fyrir þessu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að með þessari ákvörðun hefði fengist staðfest að IPA-styrkirnir séu til þess ætlaðir að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Enginn vafi er um það að styrkirnir hanga saman við umsóknarferli eða mögulegt umsóknarferli þjóða. Endanleg ákvörðun þessara þjóða er þó höndum kjósenda.Ljóst er að ríkissjóður þarf að hlaupa undir bagga ef þessi verkefni eiga að verða að veruleika.Á meðal þeirra verkefna og stofnana sem verða af styrkjum eru Nýsköpunarmiðstöð sem átti von á um 380 milljónum króna. Að sama skapi fær Tollstjóraembættið ekki tæpan milljarð til að koma á rafrænu tollkerfi. Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins verður af um 150 milljónum og Veðurstofan verður af 270 milljónum króna sem áttu að fara í lagfæringar á vatnamælingakerfi landsins. Fjármálaeftirlitið fær síðan ekki hálfan milljarð sem var ætlað að efla eftirlit með fjármálastarfsemi. Þá átti Matís von á 240 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Einn komma þrír milljarðar áttu síðan að fara í 14 verkefni tengd byggðamálum. Ljóst er að ríkissjóður þarf að hlaupa undir bagga ef þessi verkefni eiga að verða að veruleika. Elvar Örn Arason, stjórnsýslufræðingur, er í stjórn Félags stjórnsýslufræðinga en samtökin hafa rýnt í áhrif evrópusamrunans og IPA-styrkja á íslenska stjórnsýslu og samfélag. Málið var rætt á ráðstefnu síðastliðinn vetur.Elvar Örn Arason, stjórnsýslufræðingur.„Það var mál manna að allt þetta ferli og þátttaka í því hafi styrkt stofnanirnar,“ segir Elvar Örn. „Það er alveg ljóst að ef þetta hættir núna þá fer þessi í súginn. Við vitum í raun ekki alveg hver áhrifin verða af þessu.“ Þá bendir Elvar á að umræðan um ESB hafi verið þess eðlis að verkefni á borð við IPA hafi beinlínis gleymst. „Umræðan hefur verið ansi hörð, en hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá er Ísland stór aðili að Evrópusambandinu. Við erum það djúpt sokkin í evrópusamstarfinu. Í raun gleymist það stundum. Ef við náum að efla okkar stofnanir og stjórnsýslu þá munum við vitanlega verða betur í stakk búin til að takast á við krefjandi verkefni.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Íslensk stjórnsýsla og samfélag hefur hagnast verulega á aðildarferlinu við Evrópusambandið. Þetta segir stjórnmálafræðingur í stjórn Félags stjórnsýslufræðinga. Hann segir verkefni á borð við IPA-styrktarsjóðinn hafa fallið í skuggann á háværri umræðu um ESB. Mikið hefur verið rætt um IPA styrki síðustu daga en Evrópusambandið hefur ákveðið að skrúfa fyrir styrkveitingu til fjölmargra verkefna hér á landi. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að gera hlé á aðildarviðræðum er ástæðan fyrir þessu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að með þessari ákvörðun hefði fengist staðfest að IPA-styrkirnir séu til þess ætlaðir að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Enginn vafi er um það að styrkirnir hanga saman við umsóknarferli eða mögulegt umsóknarferli þjóða. Endanleg ákvörðun þessara þjóða er þó höndum kjósenda.Ljóst er að ríkissjóður þarf að hlaupa undir bagga ef þessi verkefni eiga að verða að veruleika.Á meðal þeirra verkefna og stofnana sem verða af styrkjum eru Nýsköpunarmiðstöð sem átti von á um 380 milljónum króna. Að sama skapi fær Tollstjóraembættið ekki tæpan milljarð til að koma á rafrænu tollkerfi. Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins verður af um 150 milljónum og Veðurstofan verður af 270 milljónum króna sem áttu að fara í lagfæringar á vatnamælingakerfi landsins. Fjármálaeftirlitið fær síðan ekki hálfan milljarð sem var ætlað að efla eftirlit með fjármálastarfsemi. Þá átti Matís von á 240 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Einn komma þrír milljarðar áttu síðan að fara í 14 verkefni tengd byggðamálum. Ljóst er að ríkissjóður þarf að hlaupa undir bagga ef þessi verkefni eiga að verða að veruleika. Elvar Örn Arason, stjórnsýslufræðingur, er í stjórn Félags stjórnsýslufræðinga en samtökin hafa rýnt í áhrif evrópusamrunans og IPA-styrkja á íslenska stjórnsýslu og samfélag. Málið var rætt á ráðstefnu síðastliðinn vetur.Elvar Örn Arason, stjórnsýslufræðingur.„Það var mál manna að allt þetta ferli og þátttaka í því hafi styrkt stofnanirnar,“ segir Elvar Örn. „Það er alveg ljóst að ef þetta hættir núna þá fer þessi í súginn. Við vitum í raun ekki alveg hver áhrifin verða af þessu.“ Þá bendir Elvar á að umræðan um ESB hafi verið þess eðlis að verkefni á borð við IPA hafi beinlínis gleymst. „Umræðan hefur verið ansi hörð, en hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá er Ísland stór aðili að Evrópusambandinu. Við erum það djúpt sokkin í evrópusamstarfinu. Í raun gleymist það stundum. Ef við náum að efla okkar stofnanir og stjórnsýslu þá munum við vitanlega verða betur í stakk búin til að takast á við krefjandi verkefni.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira