Innlent

Tölvuöryggisráðstefna - Fólk sem kann að hakka sig inn í bíla

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Árni Már Harðarson er stofnandi ráðstefnunnar.
Árni Már Harðarson er stofnandi ráðstefnunnar. mynd/365
„Á ráðstefnuna koma öryggissérfræðingar sem hafa rannsakað móðurtölvur bíla og með því að komast inn slíka tölvu er hægt að stjórna bílnum og láta hann gera hvað sem er,“ segir Árni Már Harðarson stofnandi alþjóðlegrar tölvuöryggisráðstefnu NSC.

„Sá sem kemst inn í tölvuna, getur látið bílinn keyra eins hratt og honum dettur í hug og látið hann beygja til hægri eða vinstri“

„Það var Chris Valasek sem rannsakaði þetta og kemur til með að fjalla um þetta á ráðstefnunni. Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni verða Katie Moussouris sem er yfirmaður öryggismála hjá Microsoft og Birgitta Jónsdóttir þingmaður sem ætlar að fjalla um NSA leyniþjónustuna og endalok einkalífsins á internetinu.“

Ráðstefnan er haldin 26. til 30. ágúst næstkomandi á Nordica Hilton Hótel í Reykjavík. Ráðstefnan er ein sú fremsta á sviði tölvuöryggis í Evrópu og munu yfir 30 þekktir fyrirlesarar og kennarar koma til landsins, þar á meðal frá Google, Microsoft og Electronic Arts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×