Lífið

2 Guns vinsælust á Íslandi

Sýningar á 2 Guns, nýjustu Hollywood-mynd Baltasars Kormáks, hófust með látum hérlendis fyrir helgi. Um frumsýningarhelgina þyrptust 6.500 manns á hana í bíó. Alls  halaði myndin inn 8,3 milljónir króna um helgina.

 

Þetta er fjölmennasta frumsýninarhelgi sumarsins og slær Baltasar þar með við myndum á borð við Man of Steel og Monsters University.

 

Einnig var þetta næststærsta opnun ársins. Eina myndin sem hefur gert það betur á árinu er framhaldsmyndin Iron Man 3. Þess ber að geta að hún var sýnd í þrívídd sem þýðir hærra miðaverð og þar með meiri tekjur .

 

Alls hafa nú tólf þúsund manns séð 2 Guns frá því sýningar hófust á miðvikudaginn og stefnir allt í að hún verði ein vinsælasta mynd ársins á Íslandi áður en yfir lýkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.