Ósáttir feðgar Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 08:45 Eitthvað mislíkaði föður einum í Kína háttalag sonar síns og greip til þess ráðs að aka á bíl hans margsinnis í miðri umferð í borginni Ma´anshan. Í myndskeiðinu hér að ofan sést þar sem hann ekur nokkrum sinnum á BMW Z4 bíl sonarins til þess er virðist að stöðva för hans. Hann er sjálfur á mjög dýrum Mercedes Benz S350 bíl og tjónið sem hlaust af öllum þessum árekstrum er metið á 163.000 dollara, eða ríflega tuttugu milljónir króna. Fjölskyldan hlýtur að vera efnuð mjög ef hægt er að útkljá deilumál hennar með þessum hætti. Eftir árekstrana alla rýkur sonurinn útúr bíl sínum og leggur á flótta á tveimur jafnfljótum og faðirinn á eftir. Engum sögum fer af lyktum málsins eða hvað fékk föðurinn til að grípa til svo róttækra aðgerða. Sem betur fer skemmdu þeir ekki aðra bíla en eigin í þessum óvenjulegu fjölskyldudeilum. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Eitthvað mislíkaði föður einum í Kína háttalag sonar síns og greip til þess ráðs að aka á bíl hans margsinnis í miðri umferð í borginni Ma´anshan. Í myndskeiðinu hér að ofan sést þar sem hann ekur nokkrum sinnum á BMW Z4 bíl sonarins til þess er virðist að stöðva för hans. Hann er sjálfur á mjög dýrum Mercedes Benz S350 bíl og tjónið sem hlaust af öllum þessum árekstrum er metið á 163.000 dollara, eða ríflega tuttugu milljónir króna. Fjölskyldan hlýtur að vera efnuð mjög ef hægt er að útkljá deilumál hennar með þessum hætti. Eftir árekstrana alla rýkur sonurinn útúr bíl sínum og leggur á flótta á tveimur jafnfljótum og faðirinn á eftir. Engum sögum fer af lyktum málsins eða hvað fékk föðurinn til að grípa til svo róttækra aðgerða. Sem betur fer skemmdu þeir ekki aðra bíla en eigin í þessum óvenjulegu fjölskyldudeilum.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent