BMW selur meira í Kína en Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 13. júlí 2013 13:45 Frá samsetningarverksmiðju BMW í Kína Þýski bílasmiðurinn BMW gerir ráð fyrir því að selja fleiri bíla í ár en í Bandaríkjunum og yrði það í fyrsta skipti. Í Kína búa 1,3 milljarður manna og yfir 100 borgir eru með meira en milljón íbúa, svo það er ekki nema vona að þar sé stór markaður og margir hverjir orðnir nýríkir þar eystra. BMW hefur aukið sölu sína í Kína um 16% og 25% aukning er í sölu 5-línu bíls BMW í Kína. BMW hefur fjölgað mjög útsölustöðum sínum að undanförnu í Kína og á það ef til vill stærstan þátt í þessari aukningu. Þrátt fyrir þetta ágæta gengi BMW í Kína selur BMW færri bíla þar en Audi og hefur söluvöxtur Audi í ár verið enn meiri en hjá BMW, eða 18%. Hefur Audi selt nú þegar 228.000 bíla en BMW 170.000, svo töluvert er í land að BMW nái Audi í sölu í Kína. Kínamarkaður er stærsti markaðurinn fyrir bíla Audi og fyrirtækið er með samsetningaverksmiðjur þar og hefur verið lengi. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Þýski bílasmiðurinn BMW gerir ráð fyrir því að selja fleiri bíla í ár en í Bandaríkjunum og yrði það í fyrsta skipti. Í Kína búa 1,3 milljarður manna og yfir 100 borgir eru með meira en milljón íbúa, svo það er ekki nema vona að þar sé stór markaður og margir hverjir orðnir nýríkir þar eystra. BMW hefur aukið sölu sína í Kína um 16% og 25% aukning er í sölu 5-línu bíls BMW í Kína. BMW hefur fjölgað mjög útsölustöðum sínum að undanförnu í Kína og á það ef til vill stærstan þátt í þessari aukningu. Þrátt fyrir þetta ágæta gengi BMW í Kína selur BMW færri bíla þar en Audi og hefur söluvöxtur Audi í ár verið enn meiri en hjá BMW, eða 18%. Hefur Audi selt nú þegar 228.000 bíla en BMW 170.000, svo töluvert er í land að BMW nái Audi í sölu í Kína. Kínamarkaður er stærsti markaðurinn fyrir bíla Audi og fyrirtækið er með samsetningaverksmiðjur þar og hefur verið lengi.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent