Þvingunaraðgerðir ESB hafa engin áhrif á sölu makríls Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júlí 2013 19:30 Löndunarbann á makríl og skyldar afurðir hefði lítil sem engin áhrif á íslensk útgerðarfyrirtæki því stærstur hluti aflans er seldur til ríkja utan Evrópusambandsins, aðallega Rússlands og Nígeríu. Í fjögur ár hefur efnislega engin framvinda orðið í makríldeilunni. Makríll, þessi fallegi fiskur sem umdeilt er hversu góður er á bragðið kom eins og himnasending inn í íslenskan sjávarútveg og þar með íslenskt efnahagslíf. Stofninn sótti norður á bóginn í leit að æti og nú er 43 prósent lífmassa tegundarinnar innan efnahagslögsögu Íslands, samkvæmt skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis frá mars 2012. Tekjur þjóðarbúsins af makríl námu 24,5 milljörðum króna árið 2011 og 26 milljörðum króna árið 2012. Reistar hafa verið verksmiðjur hér á landi nær alfarið fyrir makrílgróða. Fyrir fimm árum var makrílinn aðeins fylgiafli með loðnunni og var nánast aðeins nýttur í bræðslu. Umskiptin eru því með ólíkindum. Ágreiningur Íslands, Noregs og Evrópusambandsins um hlutdeild í stofninum hefur nú staðið yfir í á fjórða ár án niðurstöðu.Röng lögskýring skosks þingmanns Evrópuþingið samþykkti í fyrra reglugerð um aðgerðir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar á tegundum sem deilt er um, lesist makríl. Mikill þrýstingur er á sjávarútvegsstofnun ESB að beita þessari reglugerð. Struan Stevenson, skoskur þingmaður á Evrópuþinginu, beitir framsækinni túlkun á henni og heldur því fram að hún heimili viðskiptaþvinganir á öllum fisktegundum, einnig þorski. Helgi Áss Grétarsson dósent hefur stundað rannsóknir á fiskveiðilöggjöfinni hér og erlendis.Telur þú að þessi tilskipun geti náð til löndunarbanns eða viðskiptatakmarkana með þorsk eins og skoski þingmaðurinn heldur fram? „Ég tel það mjög hæpið, fyrst og fremst af því að reglugerðin skilgreinir hvaða tegundir geti fallið þarna undir. Þorsktegundin er það ólík makrílnum að það er mjög hæpið að leggja á innflutningsbann á þeirri fisktegund. Einnig með hliðsjón af meðalhófsreglunni sem getið er í reglugerðinni."Þannig að þetta er röng lögskýring hjá þingmanninum? „Ég tel svo vera miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir," segir Helgi Áss.Viðskiptaþvinganir í Evrópusambandinu hafa engin áhrif á sölu Iceland Seafood er einn stærsti endursöluaðili makríls á Íslandi. Fyrirtækið kaupir makrílinn af innlendum útgerðarfyrirtækjum og selur hann svo utan landsteinananna. Fáir búa yfir betri og nákvæmari upplýsingum um verslun með makríl og makrílafurðir en starfsmenn fyrirtækisins. Friðleifur Friðleifsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Iceland Seafood, segir að löndunarbann á makríl myndi lítil sem engin áhrif hafa á sölu makríls.Seljið þið eitthvað af makríl til ríkja Evrópusambandsins? „Nei, það er afskaplega lítið. Það er nánast ekki neitt. Lungað af afurðunum fer til Austur-Evrópu og Afríku," segir Friðleifur. Um er að ræða Rússland, Úkraínu og Nígeríu aðallega.Þannig að löndunar- og viðskiptabann á makríl myndi lítil sem engin áhrif hafa á sölu Íslendinga á makríl? „Ja, löndunarbann á afla skipa í Evrópusambandinu hefði ekki nein áhrif. Engin áhrif," Friðleifur. Tengdar fréttir Heimtar refsiaðgerðir gegn Íslendingum í kvöld Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins fjalla nú um viðbrögð vegna veiða Íslendinga og Færeyinga á makríl. Írar og Bretar tilkynntu fyrir fundinn að tími væri kominn til að fara í hart vegna deilunnar. Forsætisráðherra Íslands fundar með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna málsins á morgun. 15. júlí 2013 19:42 Íslendingar gefi eftir í makríldeilunni Varaformaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að íslensk stjórnvöld verði að fallast á sáttatilboð Noregs og Evrópusambandsins í makríldeilunni til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Hann telur að þvinganirnar brjóti ekki gegn alþjóðlegum viðskiptasamningum en segir að Íslendingum sé frjálst að vísa málinu til dómstóla. 17. júlí 2013 19:05 Forsætisráðherra tengir makríldeilu við ESB viðræður Makríldeila Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn hefur verið til mikillar umfjöllunar í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til Brussel í dag. 16. júlí 2013 15:46 Ríkisstjórnin ráðalaus í samskiptum við umheiminn Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir á Facebooksíðu sinni að yfirlýsingar forsætisráðherra eftir fundi í Brussel í dag skilji eftir fleiri spurningar en svör. 16. júlí 2013 16:44 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Löndunarbann á makríl og skyldar afurðir hefði lítil sem engin áhrif á íslensk útgerðarfyrirtæki því stærstur hluti aflans er seldur til ríkja utan Evrópusambandsins, aðallega Rússlands og Nígeríu. Í fjögur ár hefur efnislega engin framvinda orðið í makríldeilunni. Makríll, þessi fallegi fiskur sem umdeilt er hversu góður er á bragðið kom eins og himnasending inn í íslenskan sjávarútveg og þar með íslenskt efnahagslíf. Stofninn sótti norður á bóginn í leit að æti og nú er 43 prósent lífmassa tegundarinnar innan efnahagslögsögu Íslands, samkvæmt skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis frá mars 2012. Tekjur þjóðarbúsins af makríl námu 24,5 milljörðum króna árið 2011 og 26 milljörðum króna árið 2012. Reistar hafa verið verksmiðjur hér á landi nær alfarið fyrir makrílgróða. Fyrir fimm árum var makrílinn aðeins fylgiafli með loðnunni og var nánast aðeins nýttur í bræðslu. Umskiptin eru því með ólíkindum. Ágreiningur Íslands, Noregs og Evrópusambandsins um hlutdeild í stofninum hefur nú staðið yfir í á fjórða ár án niðurstöðu.Röng lögskýring skosks þingmanns Evrópuþingið samþykkti í fyrra reglugerð um aðgerðir gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar veiðar á tegundum sem deilt er um, lesist makríl. Mikill þrýstingur er á sjávarútvegsstofnun ESB að beita þessari reglugerð. Struan Stevenson, skoskur þingmaður á Evrópuþinginu, beitir framsækinni túlkun á henni og heldur því fram að hún heimili viðskiptaþvinganir á öllum fisktegundum, einnig þorski. Helgi Áss Grétarsson dósent hefur stundað rannsóknir á fiskveiðilöggjöfinni hér og erlendis.Telur þú að þessi tilskipun geti náð til löndunarbanns eða viðskiptatakmarkana með þorsk eins og skoski þingmaðurinn heldur fram? „Ég tel það mjög hæpið, fyrst og fremst af því að reglugerðin skilgreinir hvaða tegundir geti fallið þarna undir. Þorsktegundin er það ólík makrílnum að það er mjög hæpið að leggja á innflutningsbann á þeirri fisktegund. Einnig með hliðsjón af meðalhófsreglunni sem getið er í reglugerðinni."Þannig að þetta er röng lögskýring hjá þingmanninum? „Ég tel svo vera miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir," segir Helgi Áss.Viðskiptaþvinganir í Evrópusambandinu hafa engin áhrif á sölu Iceland Seafood er einn stærsti endursöluaðili makríls á Íslandi. Fyrirtækið kaupir makrílinn af innlendum útgerðarfyrirtækjum og selur hann svo utan landsteinananna. Fáir búa yfir betri og nákvæmari upplýsingum um verslun með makríl og makrílafurðir en starfsmenn fyrirtækisins. Friðleifur Friðleifsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Iceland Seafood, segir að löndunarbann á makríl myndi lítil sem engin áhrif hafa á sölu makríls.Seljið þið eitthvað af makríl til ríkja Evrópusambandsins? „Nei, það er afskaplega lítið. Það er nánast ekki neitt. Lungað af afurðunum fer til Austur-Evrópu og Afríku," segir Friðleifur. Um er að ræða Rússland, Úkraínu og Nígeríu aðallega.Þannig að löndunar- og viðskiptabann á makríl myndi lítil sem engin áhrif hafa á sölu Íslendinga á makríl? „Ja, löndunarbann á afla skipa í Evrópusambandinu hefði ekki nein áhrif. Engin áhrif," Friðleifur.
Tengdar fréttir Heimtar refsiaðgerðir gegn Íslendingum í kvöld Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins fjalla nú um viðbrögð vegna veiða Íslendinga og Færeyinga á makríl. Írar og Bretar tilkynntu fyrir fundinn að tími væri kominn til að fara í hart vegna deilunnar. Forsætisráðherra Íslands fundar með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna málsins á morgun. 15. júlí 2013 19:42 Íslendingar gefi eftir í makríldeilunni Varaformaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að íslensk stjórnvöld verði að fallast á sáttatilboð Noregs og Evrópusambandsins í makríldeilunni til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Hann telur að þvinganirnar brjóti ekki gegn alþjóðlegum viðskiptasamningum en segir að Íslendingum sé frjálst að vísa málinu til dómstóla. 17. júlí 2013 19:05 Forsætisráðherra tengir makríldeilu við ESB viðræður Makríldeila Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn hefur verið til mikillar umfjöllunar í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til Brussel í dag. 16. júlí 2013 15:46 Ríkisstjórnin ráðalaus í samskiptum við umheiminn Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir á Facebooksíðu sinni að yfirlýsingar forsætisráðherra eftir fundi í Brussel í dag skilji eftir fleiri spurningar en svör. 16. júlí 2013 16:44 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Heimtar refsiaðgerðir gegn Íslendingum í kvöld Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins fjalla nú um viðbrögð vegna veiða Íslendinga og Færeyinga á makríl. Írar og Bretar tilkynntu fyrir fundinn að tími væri kominn til að fara í hart vegna deilunnar. Forsætisráðherra Íslands fundar með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna málsins á morgun. 15. júlí 2013 19:42
Íslendingar gefi eftir í makríldeilunni Varaformaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að íslensk stjórnvöld verði að fallast á sáttatilboð Noregs og Evrópusambandsins í makríldeilunni til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Hann telur að þvinganirnar brjóti ekki gegn alþjóðlegum viðskiptasamningum en segir að Íslendingum sé frjálst að vísa málinu til dómstóla. 17. júlí 2013 19:05
Forsætisráðherra tengir makríldeilu við ESB viðræður Makríldeila Íslendinga við Evrópusambandið og Norðmenn hefur verið til mikillar umfjöllunar í Evrópu í tengslum við heimsókn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til Brussel í dag. 16. júlí 2013 15:46
Ríkisstjórnin ráðalaus í samskiptum við umheiminn Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir á Facebooksíðu sinni að yfirlýsingar forsætisráðherra eftir fundi í Brussel í dag skilji eftir fleiri spurningar en svör. 16. júlí 2013 16:44