Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2025 10:11 Tvö ár eru síðan fyrsta skóflustunga var tekin. Krónan Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum. Í tilkynningu kemur einnig fram að Tokyo Sushi verði með útibú í versluninni og að nýjung innan Skannað og skundað verður kynnt í versluninni þar sem viðskiptavinir munu geta leitað að vöru í appi Krónunnar og séð hvar hún er staðsett í versluninni. „Verðmerking vörunnar blikkar þegar notandinn nálgast hana og sparast því mikill tími í leit að réttri vöru. Að auki er verslunin opin frá klukkan 8 á morgnana til 21 á kvöldin til að gera sem flestum kleift að versla í matinn á tíma sem hentar,“ segir í tilkynningunni. Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar. Krónan Í byggingu í tvö ár Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, er ánægð með opnun verslunarinnar. Fyrsta skóflustungan að húsnæðinu var tekin fyrir um tveimur árum og var frá byrjun lagt upp með að hanna verslunina með áherslu á gott flæði og rúma ganga, til að tryggja sem besta upplifun viðskiptavina. „Við sjáum gríðarleg tækifæri til framtíðar hér á Suðurnesjum og erum afar þakklát fyrir það traust sem íbúar svæðisins hafa sýnt okkur í gegnum árin. Við höfum fengið ótrúlega góðar móttökur bæði í verslun okkar og einnig hvað varðar heimsendingarþjónustuna okkar. Nú getum við, með stærri og þægilegri verslun, veitt enn hraðari, skilvirkari og betri þjónustu. Við leggjum jafnframt áherslu á ferskleika, hagstætt verð og fjölbreytt vöruúrval og hlökkum mikið til að bjóða íbúa Suðurnesja velkomna í nýju verslunina okkar,“ segir Guðrún. Úr 1.350 fermetra verslunarrými í tæpa 2.400 fermetra Jón Þór Kristinsson, verslunarstjóri Krónunnar við Fitjabraut er spenntur að flytja í nýtt og stærra húsnæði sem er um þúsund fermetrum stærra en fyrra rými. Í tilkynningu segir að með stækkuninni sé hægt að mæta aukinni eftirspurn eftir heimsendingarþjónustu á svæðinu. Jón Þór Kristinsson verslunarstjóri Krónunnar við Fitjabraut.Krónan „Okkur hefur lengi dreymt um að komast í stærra húsnæði svo að vel fari um bæði viðskiptavini og starfsfólk. Viðskiptavinir okkar hafa beðið spenntir eftir opnun og það sama má segja um starfsfólkið okkar sem hefur síðustu daga unnið hörðum höndum að því að fylla á nýjar hillur og kæla. Við hlökkum því mikið til að hitta viðskiptavini okkar á ný í stærstu og glæsilegustu matvöruverslun Suðurnesja.“ Svansvottuð og vatnkrani til að fylla á vatn Verslunin er Svansvottuð líkt og allar verslanir Krónunnar og verður rýmið upphitað með nýjum geislahiturum sem eru bæði umhverfisvænir og sparsamir á vatn. í tilkynningu segir að einnig verði orkusparandi LED lýsing um alla verslun, auk þess sem umhverfisvænt CO2 kerfi muni keyra lokaða kæla og frysta. Þá segir að þyrstir viðskiptavinir muni geta fyllt á ferskt vatn í fjölnota brúsa við Krónukranann sem staðsettur verði í anddyri verslunarinnar. Reykjanesbær Verslun Matvöruverslun Umhverfismál Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Í tilkynningu kemur einnig fram að Tokyo Sushi verði með útibú í versluninni og að nýjung innan Skannað og skundað verður kynnt í versluninni þar sem viðskiptavinir munu geta leitað að vöru í appi Krónunnar og séð hvar hún er staðsett í versluninni. „Verðmerking vörunnar blikkar þegar notandinn nálgast hana og sparast því mikill tími í leit að réttri vöru. Að auki er verslunin opin frá klukkan 8 á morgnana til 21 á kvöldin til að gera sem flestum kleift að versla í matinn á tíma sem hentar,“ segir í tilkynningunni. Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar. Krónan Í byggingu í tvö ár Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, er ánægð með opnun verslunarinnar. Fyrsta skóflustungan að húsnæðinu var tekin fyrir um tveimur árum og var frá byrjun lagt upp með að hanna verslunina með áherslu á gott flæði og rúma ganga, til að tryggja sem besta upplifun viðskiptavina. „Við sjáum gríðarleg tækifæri til framtíðar hér á Suðurnesjum og erum afar þakklát fyrir það traust sem íbúar svæðisins hafa sýnt okkur í gegnum árin. Við höfum fengið ótrúlega góðar móttökur bæði í verslun okkar og einnig hvað varðar heimsendingarþjónustuna okkar. Nú getum við, með stærri og þægilegri verslun, veitt enn hraðari, skilvirkari og betri þjónustu. Við leggjum jafnframt áherslu á ferskleika, hagstætt verð og fjölbreytt vöruúrval og hlökkum mikið til að bjóða íbúa Suðurnesja velkomna í nýju verslunina okkar,“ segir Guðrún. Úr 1.350 fermetra verslunarrými í tæpa 2.400 fermetra Jón Þór Kristinsson, verslunarstjóri Krónunnar við Fitjabraut er spenntur að flytja í nýtt og stærra húsnæði sem er um þúsund fermetrum stærra en fyrra rými. Í tilkynningu segir að með stækkuninni sé hægt að mæta aukinni eftirspurn eftir heimsendingarþjónustu á svæðinu. Jón Þór Kristinsson verslunarstjóri Krónunnar við Fitjabraut.Krónan „Okkur hefur lengi dreymt um að komast í stærra húsnæði svo að vel fari um bæði viðskiptavini og starfsfólk. Viðskiptavinir okkar hafa beðið spenntir eftir opnun og það sama má segja um starfsfólkið okkar sem hefur síðustu daga unnið hörðum höndum að því að fylla á nýjar hillur og kæla. Við hlökkum því mikið til að hitta viðskiptavini okkar á ný í stærstu og glæsilegustu matvöruverslun Suðurnesja.“ Svansvottuð og vatnkrani til að fylla á vatn Verslunin er Svansvottuð líkt og allar verslanir Krónunnar og verður rýmið upphitað með nýjum geislahiturum sem eru bæði umhverfisvænir og sparsamir á vatn. í tilkynningu segir að einnig verði orkusparandi LED lýsing um alla verslun, auk þess sem umhverfisvænt CO2 kerfi muni keyra lokaða kæla og frysta. Þá segir að þyrstir viðskiptavinir muni geta fyllt á ferskt vatn í fjölnota brúsa við Krónukranann sem staðsettur verði í anddyri verslunarinnar.
Reykjanesbær Verslun Matvöruverslun Umhverfismál Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent