Innlent

Brandari að ætla að taka upp Bitcoin

Jóhannes Stefánsson skrifar
Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill sem ýmsar netverslanir taka við í viðskiptum.
Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill sem ýmsar netverslanir taka við í viðskiptum. SISSI
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gefur lítið fyrir hugmyndir um upptöku gjaldmiðilsins Bitcoin og segir hann vondan kost fyrir ýmsar sakir. „Hægt er að nota Bitcoin til að kaupa bjór á einhverjum ölstofum sem vilja laða til sín tölvunerði," segir Frosti á heimasíðu sinni.

Sveinn Valfells, fjárfestir, hefur fleygt þeirri hugmynd fram að réttast væri að Ísland myndi taka upp Bitcoin, enda hefðu íslensk stjórnvöld ekki nægilega kunnáttu til að stjórna eigin gjaldmiðli. Því væri rétt að íslenska krónan yrði lögð niður og Bitcoin tekið upp í staðin.

Frosti segir að þó að Bitcoin sé gjaldgengur á fáeinum stöðum á netinu sé ekkert vitað um framtíð gjaldmiðilsins né hvort hann verði gjaldgengur víðar þegar fram líða stundir. Þá segir hann gjaldmiðilinn gríðarlega óstöðugan.

Frosti spyr sig hvort tal um upptöku Bitcoin sé brandari. „Í ljósi helstu staðreynda um Bitcoin hallast ég helst að því að sú hugmynd að Ísland taki upp Bitcoin í stað krónu sé ágætur brandari eða kannski bara ágæt ádeila. Krónu hafi verið svo illa stýrt í gegnum tíðina að betra væri að taka upp hið skelfilega Bitcoin, lítt gjaldgenga, landlausa og óstöðuga mynt sem háttvirtir senatorar í Bandaríkjunum telja vera  píramídasvindl."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×