Enski boltinn

N'Zogbia meiddist í fríinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Charles N'Zogbia í leik með Villa
Charles N'Zogbia í leik með Villa Mynd. / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Charles N'Zogbia, leikmaður Aston Villa, varð fyrir því óláni að meiðast á ökkla er hann var staddur í sumarfríi í Miami í Bandaríkjunum. 

N'Zogbia hafði greinilega stefnt að því að halda sér í formi í fríinu en gekk ekki betur en svo að hann meiðist.

Fram kemur í yfirlýsingu frá Aston Villa að leikmaðurinn hafi þurft að gangast undir aðgerð í Bandaríkjunum og því meiðslin nokkuð alvarleg.

„Við þurfum að ganga í skugga um að leikmaðurinn fái bestu mögulegu meðferðina,“ sagði Paul Lambert, knattspyrnustjóri Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×