Enski boltinn

Sunderland hefur samþykkt tilboð Liverpool í Mignolet

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mignolet
Mignolet Mynd / Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Sunderland samþykkt 11 milljóna punda tilboði  frá Liverpool í Simon Mignolet.

Klúbbarnir tveir eiga hafa náð samkomulagi milli sín og aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum sem og markvörðurinn sjálfur á eftir að samþykkja sín kjör en Mignolet mun líklega gangast undir læknisskoðun í byrjun næstu viku.

Framtíð Pepe Reina hjá Liverpool er í mikilli óvissu og möguleg kaup á Mignolet renna stoðum undir þær kenningar að Reina sé jafnvel á förum frá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×