Banaslys í Le Mans þolakstrinum Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2013 18:54 Danski ökuþórinn Allan Simonsen lést er er hann ók bíl sínum á öryggisgirðingu í Le mans keppninni sem nú stendur yfir. Saga Le Mans er því miður þyrnum stráð og margur ökumaðurinn hefur látist í þessari erfiðu keppni. Slysið átti sér stað er aðeins 10 mínútur voru liðnar af keppninni. Allan var fluttur á spítala eftir slysið en var útskurðaður látinn fljótlega eftir komuna þangað. Allan ók Aston Martin bíl ásamt tveimur öðrum ökumönnum sem skiptast á um aksturinn og voru þeir allir Danir, auk hans Christoffer Nygaard og Kristian Poulsen. Allen var 34 ára gamall. Í myndskeiðinu að ofan sjást þessar 10 fyrstu mínútur keppninnar og endar á þessu hörmulega slysi. Ekki fylgir fréttinni um slysið að keppni hafið verið hætt vegna þess. Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent
Danski ökuþórinn Allan Simonsen lést er er hann ók bíl sínum á öryggisgirðingu í Le mans keppninni sem nú stendur yfir. Saga Le Mans er því miður þyrnum stráð og margur ökumaðurinn hefur látist í þessari erfiðu keppni. Slysið átti sér stað er aðeins 10 mínútur voru liðnar af keppninni. Allan var fluttur á spítala eftir slysið en var útskurðaður látinn fljótlega eftir komuna þangað. Allan ók Aston Martin bíl ásamt tveimur öðrum ökumönnum sem skiptast á um aksturinn og voru þeir allir Danir, auk hans Christoffer Nygaard og Kristian Poulsen. Allen var 34 ára gamall. Í myndskeiðinu að ofan sjást þessar 10 fyrstu mínútur keppninnar og endar á þessu hörmulega slysi. Ekki fylgir fréttinni um slysið að keppni hafið verið hætt vegna þess.
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent