Enski boltinn

Rooney í viðræðum við Manchester United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Wayne Rooney í leik með enska landsliðinu
Wayne Rooney í leik með enska landsliðinu Mynd / Getty Images
Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar ytra greint frá því að knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney vilji yfirgefa Manchester United.

Sagan af Rooney tók algjöra u-beygju um helgina en svo virðist sem leikmaðurinn sé í viðræðum við United en frá þessu greinir Guardian.

Fram kemur í grein Guardian að Rooney telji það ávallt skref niður á við að fara í annað félag og hafi því ekki áhuga á slíku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×