Mark Webber hættir í Formúlu 1 27. júní 2013 10:15 Webber ætlar að hætta. Ástralinn Mark Webber hefur nú tilkynnt að hann muni hverfa frá Formúlu 1 í lok þessa tímabils og ganga til liðs við Porsche sem ætla sér stóra hluti í götubílaflokki. Mark Webber hefur undanfarin ár ekið fyrir Red Bull en þurft að sætta sig við Sebastian Vettel sem liðsfélaga. Vettel hefur unnið þrjá heimsmeistaratitla á síðustu þremur árum og er nú efstur í stigamótinu fjórða árið í röð. Þá hefur samband þeirra félaga verið stirt allar götur síðan þeir óku á hvorn annan í tyrkneska kappakstrinum 2010. Þar kenndu þeir hvor öðrum um og ekki bætti það samband þeirra þegar Vettel hundsaði skipanir liðsins og barðist við Webber um fyrsta sætið í Malasíu fyrr í ár, með góðum árangri. Undanfarin ár hafa sögusagnir jafnframt flogið hátt um að liðið myndi láta Webber fara. Undanfarnar vikur hefur Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus, oftast verið nefndur sem eftirmaður Webbers og þykir hann líklegastur. Aðrir sem gætu fengið sénsinnn eru Jean Eric Vergne eða Daniel Ricciardo, ökumenn systurliðs Red Bull Toro Rosso. Báðir hafa staðið sig mjög vel í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ástralinn Mark Webber hefur nú tilkynnt að hann muni hverfa frá Formúlu 1 í lok þessa tímabils og ganga til liðs við Porsche sem ætla sér stóra hluti í götubílaflokki. Mark Webber hefur undanfarin ár ekið fyrir Red Bull en þurft að sætta sig við Sebastian Vettel sem liðsfélaga. Vettel hefur unnið þrjá heimsmeistaratitla á síðustu þremur árum og er nú efstur í stigamótinu fjórða árið í röð. Þá hefur samband þeirra félaga verið stirt allar götur síðan þeir óku á hvorn annan í tyrkneska kappakstrinum 2010. Þar kenndu þeir hvor öðrum um og ekki bætti það samband þeirra þegar Vettel hundsaði skipanir liðsins og barðist við Webber um fyrsta sætið í Malasíu fyrr í ár, með góðum árangri. Undanfarin ár hafa sögusagnir jafnframt flogið hátt um að liðið myndi láta Webber fara. Undanfarnar vikur hefur Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus, oftast verið nefndur sem eftirmaður Webbers og þykir hann líklegastur. Aðrir sem gætu fengið sénsinnn eru Jean Eric Vergne eða Daniel Ricciardo, ökumenn systurliðs Red Bull Toro Rosso. Báðir hafa staðið sig mjög vel í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira