Sport

Ásdís hársbreidd frá farseðlinum til Moskvu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að tryggja sér þátttökurétt á HM í frjálsíþróttum í kvöld en hún var grátlega nálægt því á móti í Svíþjóð.

Folksam Grand Prix-mótið var haldið á Sollentuna-leikvanginum í kvöld og þar endaði Ásdís í öðru sæti með kasti upp á 59,97 m. Lágmarkið á HM í Moskvu eru sléttir 60 m en mótið fer fram í ágúst.

Þetta var besta kast Ásdísar á tímabilinu til þessa en Íslandsmet hennar stendur í 62,97 m og var það sett á Ólympíuleikunum í Lundúnum á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×