Rafmagnsstrætóar í Genf hlaða á 15 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2013 12:30 Víða í borgum Evrópu ganga strætóar fyrir rafmagni. Það hefur þó hingað til krafist raflínukerfa fyrir ofan vagnana sem krefjast þess að þeir fari alltaf sömu leiðina og breyting á leiðakerfi því torveld. Auk þess eru þessar raflínur ekki til prýði. Nú hefur svissneska fyrirtækið ABB fundið lausn sem sneiðir hjá þessum ókostum. Strætisvagnar í Genf fá nú öfluga rafhleðslu, svokallaða "flash charging", í hvert sinn sem þeir stöðva á stoppustöðvum sínum og tekur hver hleðsla ekki nema 15 sekúndur, sem dugar ávallt að næstu stoppustöð. Að leiðarenda fá þeir hinsvegar hleðslu í 4 mínútur sem fullhlaða rafhlöður þeirra. Þessir strætisvagnar eru ekki af smærri gerðinni heldur taka allt að 135 farþega. Þessi tækni getur gerbreytt almenningssamgöngu í borgum og veitir mikið frjálsræði í uppsetningu leiðarkerfa, er eins umhverfisvæn og kostur er og mun að auki fríkka ásýnd borganna. Auk þess eru þessir strætisvagnar hljóðlausir og veitir ekki af í stöðugum nið margra stórborganna. Það væri ekki ónýtt að nýta þessa tækni fyrir strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins hér og spara mikinn gjaldeyri í leiðinni sem fer til eldsneytiskaupa. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent
Víða í borgum Evrópu ganga strætóar fyrir rafmagni. Það hefur þó hingað til krafist raflínukerfa fyrir ofan vagnana sem krefjast þess að þeir fari alltaf sömu leiðina og breyting á leiðakerfi því torveld. Auk þess eru þessar raflínur ekki til prýði. Nú hefur svissneska fyrirtækið ABB fundið lausn sem sneiðir hjá þessum ókostum. Strætisvagnar í Genf fá nú öfluga rafhleðslu, svokallaða "flash charging", í hvert sinn sem þeir stöðva á stoppustöðvum sínum og tekur hver hleðsla ekki nema 15 sekúndur, sem dugar ávallt að næstu stoppustöð. Að leiðarenda fá þeir hinsvegar hleðslu í 4 mínútur sem fullhlaða rafhlöður þeirra. Þessir strætisvagnar eru ekki af smærri gerðinni heldur taka allt að 135 farþega. Þessi tækni getur gerbreytt almenningssamgöngu í borgum og veitir mikið frjálsræði í uppsetningu leiðarkerfa, er eins umhverfisvæn og kostur er og mun að auki fríkka ásýnd borganna. Auk þess eru þessir strætisvagnar hljóðlausir og veitir ekki af í stöðugum nið margra stórborganna. Það væri ekki ónýtt að nýta þessa tækni fyrir strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins hér og spara mikinn gjaldeyri í leiðinni sem fer til eldsneytiskaupa.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent