Verksmiðjur Packard boðnar upp Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2013 10:15 Margar af byggingunum eru orðnar óhrjálegar Það verður að teljast til tíðinda að nú á að selja verksmiðjur Packard bílaframleiðandans sem lagði upp laupana árið 1958. Verksmiðjurnar voru reistar árið 1903 í Detroit eru samtals yfir 300.000 fermetrar. Frá því verksmiðjunum var lokað hafa hin ýmsu smærri fyrirtæki fengið inni í byggingum Packard, en sumar þeirra samt staðið tómar í þessa rúmu hálfu öld. Ástæðan fyrir því að verksmiðjurnar hafa ekki verið boðnar til kaups eða niðurrifs fyrr en nú er óljóst eignarhald þeirra. Það sem hinsvegar markar þessi tímamót nú er að miklar opinberar skuldir hvíla á eignunum og ekki hefur verið greitt af þeim í nokkurn tíma. Því er um eiginlegt uppboð á þeim að ræða og ef lítill áhugi verður á þeim fær getur kaupandi þeirra eignast þær á lágmarksverði, 21.500 dollara. Væri það nokkuð lágt verð fyrir 300.000 fermetra af byggingum í 43 aðskildum húsum, þó þær séu nú ekki í toppstandi. Á síðustu árum hefur þeim fyrirtækjum fækkað ört sem verið hafa í byggingunum og þær því drabbast nokkuð niður og vandalismi og veggjakrot áberandi á þeim. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent
Það verður að teljast til tíðinda að nú á að selja verksmiðjur Packard bílaframleiðandans sem lagði upp laupana árið 1958. Verksmiðjurnar voru reistar árið 1903 í Detroit eru samtals yfir 300.000 fermetrar. Frá því verksmiðjunum var lokað hafa hin ýmsu smærri fyrirtæki fengið inni í byggingum Packard, en sumar þeirra samt staðið tómar í þessa rúmu hálfu öld. Ástæðan fyrir því að verksmiðjurnar hafa ekki verið boðnar til kaups eða niðurrifs fyrr en nú er óljóst eignarhald þeirra. Það sem hinsvegar markar þessi tímamót nú er að miklar opinberar skuldir hvíla á eignunum og ekki hefur verið greitt af þeim í nokkurn tíma. Því er um eiginlegt uppboð á þeim að ræða og ef lítill áhugi verður á þeim fær getur kaupandi þeirra eignast þær á lágmarksverði, 21.500 dollara. Væri það nokkuð lágt verð fyrir 300.000 fermetra af byggingum í 43 aðskildum húsum, þó þær séu nú ekki í toppstandi. Á síðustu árum hefur þeim fyrirtækjum fækkað ört sem verið hafa í byggingunum og þær því drabbast nokkuð niður og vandalismi og veggjakrot áberandi á þeim.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent