Innlent

Sólgleraugnasalinn og sólbaðsstofan komin í hart

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Steinar Thorberg eftir ljósatímann
Steinar Thorberg eftir ljósatímann Fréttablaðið/Valli

Steinar Thorberg skaðbrenndist í ljósabekk á sólbaðsstofunni Sól 101 fyrr í vikunni.

Hann hafði ekki farið í ljósabekk í 22 ár, en ákvað að slá til sem endaði með ósköpum eins og myndir sýna.

Steinar þurfti að leita á sjúkrahús eftir ljósatímann. Þar fékk hann morfín í æð vegna verkja og varð nánast blindur sökum bólgu í kringum augun.

Steinar hyggst kæra málið og hefur fengið sér lögfræðing, samkvæmt heimildum Vísis.

Nú hefur sólbaðsstofan Sól 101 sent frá sér yfirlýsingu um málið þar sem Karen Ás Halldórsdóttir, rekstrarstjóri, segir Heilbrigðiseftirlitið hafa komið á sólbaðsstofuna í dag.  

„Heilbrigðiseftirlitið kom hér í dag og skoðaði bekkinn. Þau töldu bekkinn í fínasta lagi.  Við vonum að Steinar jafni sig fljótt,“ stóð í yfirlýsingunni.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×