Hver er Fannar Ingi Steingrímsson? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2013 10:00 14 ára strákur spilaði seinni hringinn á Strandarvelli um helgina á 61 höggi eða níu höggum undir pari. Hann fór holu í höggi, fékk átta fugla og setti vallarmet af gulum teigum á Hellu. Fannar Ingi Steingrímsson kom, sá og sigraði á öðru stigamóti sumarsins á Íslandsbankamótaröðinni í golfi. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi spilað betri hring á unglingamótaröðinni áður og ekki úr vegi að komast að því hver þessi bráðefnilegi kylfingur sé. Fannar Ingi verður 15 ára þann 7. október. Hann er uppalinn í Hveragerði og spilar með Golfklúbbi Hveragerðis. Hann spilaði fyrst golf um Verslunarmannahelgina sumarið 2007 en áhuginn kviknaði nokkrum dögum fyrr þegar hann fékk fyrstu kylfuna að gjöf frá föður sínum. Þá hafði faðir hans, Steingrímur Ingason, setið við skjáinn og fylgst með bestu kylfingum heims á Opna breska meistaramótinu í golfi. „Ég horfði á þetta og var alveg hissa hversu skemmtilegt golf gæti verið," segir Steingrímur sem var að horfa á golf í fyrsta skipti. Hann segir Fannar Inga hafa verið fótboltastrák á þeim tíma og hann hafi ákveðið að kaupa handa honum kylfu og sjá hvort hann myndi fá áhuga á golfi. „Núna er öll fjölskyldan í golfi," segir Steingrímur. Fannar Ingi var valinn kylfingur ársins hjá GHG árið 2012.Mynd/GHG Fannar Ingi rifjaði upp fyrstu skrefin á golfvellinum í viðtali við Golf1 á sínum tíma. „Pabbi horfði á Opna breska í fyrsta skipti og fór síðan niðrí Örninn og keypti fyrir mig 7-járn. Síðan þá hef ég verið límdur við völlinn," sagði Fannar Ingi. Um eftirminnilegt mót er að ræða en Padraig Harrington sá til þess að Sergio Garcia tækist ekki að landa sínum fyrsta risamótstitli. Írinn sigraði eftir umspil. Síðan þá hefur Fannar Ingi farið á kostum á golfvellinum. Hann hefur farið utan oftar en einu sinni til að keppni á mótum og náð góðum árangri. Hann stóð til dæmis uppi sem sigurvegari í flokki 13-14 ára drengja á US Kids Holiday Classic á Flórída í desember. Fannar Ingi StefánssonMynd/GSÍmyndir.net Þá hafnaði hann í 3. sæti á Opna finnska meistaramóti unglinga í flokki 14 ára og yngri. „Það er ekki á hverjum degi sem 13 ára Íslendingur leikur hring undir pari og kemst á verðlaunapall í alþjóðlegu móti, það var ekkert minna en stórkostlegt,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari við golf.is að mótinu loknu. Fannar Ingi (lengst til hægri) með góðum félögum á Gufudalsvelli.Mynd/GHG Fannar Ingi vann sigur á meistaramóti GHG á síðasta ári sem verður að teljast magnað afrek hjá 13 ára strák. Kylfingurinn úr blómabænum virðist þroskaður miðað við aldur. Það má lesa úr svörum hans við spurningum um markmiðin í golfinu og lífinu. „Í golfinu er markmiðið að verða atvinnumaður og vinna Masters. Í lífinu er það að vera heiðarlegur við annað fólk," segir Fannar. Fannar Ingi með verðlaun sín á US Kids í desember.Mynd/Úr einkasafni Ljóst er að margir kylfingar geta lært ýmislegt af Fannari Inga og ekki úr vegi að hlusta á ráð hans til annarra kylfinga: „Maður ætti alltaf að taka víti þegar á þarf að halda." Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Sjá meira
14 ára strákur spilaði seinni hringinn á Strandarvelli um helgina á 61 höggi eða níu höggum undir pari. Hann fór holu í höggi, fékk átta fugla og setti vallarmet af gulum teigum á Hellu. Fannar Ingi Steingrímsson kom, sá og sigraði á öðru stigamóti sumarsins á Íslandsbankamótaröðinni í golfi. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi spilað betri hring á unglingamótaröðinni áður og ekki úr vegi að komast að því hver þessi bráðefnilegi kylfingur sé. Fannar Ingi verður 15 ára þann 7. október. Hann er uppalinn í Hveragerði og spilar með Golfklúbbi Hveragerðis. Hann spilaði fyrst golf um Verslunarmannahelgina sumarið 2007 en áhuginn kviknaði nokkrum dögum fyrr þegar hann fékk fyrstu kylfuna að gjöf frá föður sínum. Þá hafði faðir hans, Steingrímur Ingason, setið við skjáinn og fylgst með bestu kylfingum heims á Opna breska meistaramótinu í golfi. „Ég horfði á þetta og var alveg hissa hversu skemmtilegt golf gæti verið," segir Steingrímur sem var að horfa á golf í fyrsta skipti. Hann segir Fannar Inga hafa verið fótboltastrák á þeim tíma og hann hafi ákveðið að kaupa handa honum kylfu og sjá hvort hann myndi fá áhuga á golfi. „Núna er öll fjölskyldan í golfi," segir Steingrímur. Fannar Ingi var valinn kylfingur ársins hjá GHG árið 2012.Mynd/GHG Fannar Ingi rifjaði upp fyrstu skrefin á golfvellinum í viðtali við Golf1 á sínum tíma. „Pabbi horfði á Opna breska í fyrsta skipti og fór síðan niðrí Örninn og keypti fyrir mig 7-járn. Síðan þá hef ég verið límdur við völlinn," sagði Fannar Ingi. Um eftirminnilegt mót er að ræða en Padraig Harrington sá til þess að Sergio Garcia tækist ekki að landa sínum fyrsta risamótstitli. Írinn sigraði eftir umspil. Síðan þá hefur Fannar Ingi farið á kostum á golfvellinum. Hann hefur farið utan oftar en einu sinni til að keppni á mótum og náð góðum árangri. Hann stóð til dæmis uppi sem sigurvegari í flokki 13-14 ára drengja á US Kids Holiday Classic á Flórída í desember. Fannar Ingi StefánssonMynd/GSÍmyndir.net Þá hafnaði hann í 3. sæti á Opna finnska meistaramóti unglinga í flokki 14 ára og yngri. „Það er ekki á hverjum degi sem 13 ára Íslendingur leikur hring undir pari og kemst á verðlaunapall í alþjóðlegu móti, það var ekkert minna en stórkostlegt,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari við golf.is að mótinu loknu. Fannar Ingi (lengst til hægri) með góðum félögum á Gufudalsvelli.Mynd/GHG Fannar Ingi vann sigur á meistaramóti GHG á síðasta ári sem verður að teljast magnað afrek hjá 13 ára strák. Kylfingurinn úr blómabænum virðist þroskaður miðað við aldur. Það má lesa úr svörum hans við spurningum um markmiðin í golfinu og lífinu. „Í golfinu er markmiðið að verða atvinnumaður og vinna Masters. Í lífinu er það að vera heiðarlegur við annað fólk," segir Fannar. Fannar Ingi með verðlaun sín á US Kids í desember.Mynd/Úr einkasafni Ljóst er að margir kylfingar geta lært ýmislegt af Fannari Inga og ekki úr vegi að hlusta á ráð hans til annarra kylfinga: „Maður ætti alltaf að taka víti þegar á þarf að halda."
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Sjá meira