Sportbíll BMW-Toyota sýndur í Tokyo Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2013 08:45 Samstarfið handsalað fyrr á þessu ári. Fyrr á þessu ári staðfestu Toyota og BMW samstarf um smíði sportlegs bíls sem nota ætti tvinntækni frá Toyota. Ekki verður langt að bíða þess að berja bílinn augum því hann verður sýndur strax á væntanlegri bílasýningu í Tokýo í nóvember. Þessi bíll á að vera byggður í úr léttum efnum, vera með nýjustu gerð rafhlaða og fá afl til allra hjólanna. Að framan fær hann afl frá rafmótorum, en að aftan frá hefðbundinni bensínvél. Bíllinn á að verða í millistærð bíla í sportbílaflokki. Það er vonandi að þessi bíll verði jafn spennandi og afrakstur samstarfs Toyota og Subaru sem leiddi til smíði Toyota GT86/Subaru BRZ sportbílsins. Sá bíll selst vel og er almennt talinn einstakur akstursbíll. Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent
Fyrr á þessu ári staðfestu Toyota og BMW samstarf um smíði sportlegs bíls sem nota ætti tvinntækni frá Toyota. Ekki verður langt að bíða þess að berja bílinn augum því hann verður sýndur strax á væntanlegri bílasýningu í Tokýo í nóvember. Þessi bíll á að vera byggður í úr léttum efnum, vera með nýjustu gerð rafhlaða og fá afl til allra hjólanna. Að framan fær hann afl frá rafmótorum, en að aftan frá hefðbundinni bensínvél. Bíllinn á að verða í millistærð bíla í sportbílaflokki. Það er vonandi að þessi bíll verði jafn spennandi og afrakstur samstarfs Toyota og Subaru sem leiddi til smíði Toyota GT86/Subaru BRZ sportbílsins. Sá bíll selst vel og er almennt talinn einstakur akstursbíll.
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent