Audi framúr BMW í Indlandi Finnur Thorlacius skrifar 25. maí 2013 08:45 Audi Q3 jepplingurinn Við enda þessa áratugar er búist við því að Indland verði þriðji stærsti bílamarkaður heims. Það er því eins gott fyrir bílaframleiðendur að koma sér vel fyrir á þeim markaði. Það er einmitt það sem Audi er að gera og með tilkomu jepplingsins Q3, sem selst vel í Indlandi hefur Audi tekið framúr BMW í sölu bíla þar. Í fyrra óx sala Audi í Indlandi um 43% og sló þá við bæði BMW og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin upplifðu minnkandi sölu á því ári, um 9,5% og 5,4%. Þó að fjöldi seldra bíla hjá þessum þremur þýsku fyrirtækjum sé ekki mikill í Indlandi með tilliti til heildarsölu þeirra, er það samt mikilvægt fyrir framtíðina. Markaðurinn fyrir lúxusbíla mun vaxa hratt í Indlandi og líklega fjór- eða fimmfaldast við enda áratugarins. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent
Við enda þessa áratugar er búist við því að Indland verði þriðji stærsti bílamarkaður heims. Það er því eins gott fyrir bílaframleiðendur að koma sér vel fyrir á þeim markaði. Það er einmitt það sem Audi er að gera og með tilkomu jepplingsins Q3, sem selst vel í Indlandi hefur Audi tekið framúr BMW í sölu bíla þar. Í fyrra óx sala Audi í Indlandi um 43% og sló þá við bæði BMW og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin upplifðu minnkandi sölu á því ári, um 9,5% og 5,4%. Þó að fjöldi seldra bíla hjá þessum þremur þýsku fyrirtækjum sé ekki mikill í Indlandi með tilliti til heildarsölu þeirra, er það samt mikilvægt fyrir framtíðina. Markaðurinn fyrir lúxusbíla mun vaxa hratt í Indlandi og líklega fjór- eða fimmfaldast við enda áratugarins.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent