Hart deilt um vegaframkvæmdir við Gálgahraun Hjörtur Hjartarson skrifar 21. maí 2013 19:12 Gagnrýnendur færslu Álftanesvegar um Gálgahraun segja að ekki hafi verið farið að tilmælum innanríkisráðherra sem vildi að forsendur framkvæmdarinnar yrðu endurskoðaðar. Bæjarstjórn Garðabæjar og Vegagerðin telja ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun um verkframkvæmdir við veginn. Að öllu óbreyttu hefjast framkvæmdir í lok mánaðarins. Lengi hefur verið deilt um færslu Álftanesvegar um Gálgahraun. Innanríkisráðherra skrifaði í síðasta mánuði, Vegagerðinni og Garðabæ bréf þar sam óskað var eftir því að forsendur nýs Álftanesvegar yrðu kannaðir á ný og leitað yrði leiða til að framkvæmdirnar yrðu gerðar í meiri sátt við málsvara náttúruverndar. Endurskoðun framkvæmdaraðila er nú lokið og segir í greinargerð að ekki sé ástæða til að breyta fyrri ákvörðunum um færslu Álftanesvegar. Greinagerðin var samþykkt í bæjarráði Garðarbæjar í dag, en fulltrúi Lista fólksins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. „Umhverfismatið er gilt og framkvæmdarleyfið er gilt og það er búið að kæra þetta meira og minna en alltaf er niðurstaðan þessi að rétt hafi verið staðið að öllum hlutum,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar Hraunavinir, samtök sem mótmælt hafa framkvæmdunum lengi, segja greinargerð Garðabæjar og Vegagerðarinnar illa unna. „Við segjum, það er hægt að leggja nýjan Álftanesveg í núverandi vegstæði með hringtorgum og umferðastýrðum ljósum fyrir þá upphæð sem búið er að veita til verksins. Þá er búið að bjarga hrauninu, umferðaröryggi er tryggt og það er það sem sem við öll stefnum að,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, stjórnarmaður í Hraunavinum. Gunnsteinn segir fyrir liggi að Gálgahraun sé friðað svæði en Garðabær og Vegagerðin forðist að vinna málið út frá þeim forsendum. „Gálgahraun er á náttúruminjaskrá, það aðalatriðið sem við erum alltaf að benda á. Og þetta orð „Náttúruminjar“ kemur ekki fyrir í greinagerðinni því um leið og þeir setja fram þetta orð, þessa staðreynd að hraunið er á náttúruminjaskrá og er eldhraun sem nýtur sérstakrar verndar, þá hrynur öll rökfærsla fyrir veginum eins og spilaborg,“ segir Gunnsteinn. Þessu er bæjastjórinn ekki sammála. „Þessi veglagning hefur farið í gegnum umhverfismat og skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við það að vegurinn liggi þarna. Þannig að við erum að taka fullt tillit til þeirra náttúruminja og menningarminja sem eru þarna í hrauninu,“ segir Gunnar. Þegar Gunnsteinn er spurður hvort baráttan sé töpuð svarar hann: „Nei. Ráðherra á að segja við Vegagerðina og Garðabæ að gjöra svo vel að gera það sem hann bað þá um að gera, það er að segja að koma til móts við sjónarmið umhverfissinna.“ Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Gagnrýnendur færslu Álftanesvegar um Gálgahraun segja að ekki hafi verið farið að tilmælum innanríkisráðherra sem vildi að forsendur framkvæmdarinnar yrðu endurskoðaðar. Bæjarstjórn Garðabæjar og Vegagerðin telja ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun um verkframkvæmdir við veginn. Að öllu óbreyttu hefjast framkvæmdir í lok mánaðarins. Lengi hefur verið deilt um færslu Álftanesvegar um Gálgahraun. Innanríkisráðherra skrifaði í síðasta mánuði, Vegagerðinni og Garðabæ bréf þar sam óskað var eftir því að forsendur nýs Álftanesvegar yrðu kannaðir á ný og leitað yrði leiða til að framkvæmdirnar yrðu gerðar í meiri sátt við málsvara náttúruverndar. Endurskoðun framkvæmdaraðila er nú lokið og segir í greinargerð að ekki sé ástæða til að breyta fyrri ákvörðunum um færslu Álftanesvegar. Greinagerðin var samþykkt í bæjarráði Garðarbæjar í dag, en fulltrúi Lista fólksins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. „Umhverfismatið er gilt og framkvæmdarleyfið er gilt og það er búið að kæra þetta meira og minna en alltaf er niðurstaðan þessi að rétt hafi verið staðið að öllum hlutum,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar Hraunavinir, samtök sem mótmælt hafa framkvæmdunum lengi, segja greinargerð Garðabæjar og Vegagerðarinnar illa unna. „Við segjum, það er hægt að leggja nýjan Álftanesveg í núverandi vegstæði með hringtorgum og umferðastýrðum ljósum fyrir þá upphæð sem búið er að veita til verksins. Þá er búið að bjarga hrauninu, umferðaröryggi er tryggt og það er það sem sem við öll stefnum að,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, stjórnarmaður í Hraunavinum. Gunnsteinn segir fyrir liggi að Gálgahraun sé friðað svæði en Garðabær og Vegagerðin forðist að vinna málið út frá þeim forsendum. „Gálgahraun er á náttúruminjaskrá, það aðalatriðið sem við erum alltaf að benda á. Og þetta orð „Náttúruminjar“ kemur ekki fyrir í greinagerðinni því um leið og þeir setja fram þetta orð, þessa staðreynd að hraunið er á náttúruminjaskrá og er eldhraun sem nýtur sérstakrar verndar, þá hrynur öll rökfærsla fyrir veginum eins og spilaborg,“ segir Gunnsteinn. Þessu er bæjastjórinn ekki sammála. „Þessi veglagning hefur farið í gegnum umhverfismat og skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við það að vegurinn liggi þarna. Þannig að við erum að taka fullt tillit til þeirra náttúruminja og menningarminja sem eru þarna í hrauninu,“ segir Gunnar. Þegar Gunnsteinn er spurður hvort baráttan sé töpuð svarar hann: „Nei. Ráðherra á að segja við Vegagerðina og Garðabæ að gjöra svo vel að gera það sem hann bað þá um að gera, það er að segja að koma til móts við sjónarmið umhverfissinna.“
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent