Lífið

Ungfrú Bandaríkin vill giftast Harry prins

Nana Meriwerther er ungfrú Bandaríkin. Hún er sjúk í Harry prins.
Nana Meriwerther er ungfrú Bandaríkin. Hún er sjúk í Harry prins. Mynd/AFP
Nana Meriwerther, sem er ungfrú Bandaríkin, lét hafa eftir sér í viðtali á dögunum að hana langaði til að giftast Harry prins. „Hann er sá eini rétti fyrir mig“, segir hún við The Telegraph.



Meriwerther segir fegurðardrottningar komast nálægt því að vera konungbornar í Bandaríkjunum, svo þau ættu að eiga góða samleið. ,,Hann er á lausu, er það ekki? Ég er það líka. Væri ekki bara fullkomið að við myndum gifta okkur? Svo er hann svo hávaxinn og myndarlegur“, sagði Meriwerther hrifin. Hún stóð fyrir góðgerðarsamkomu í New York á dögunum þar sem peningum var safnað fyrir góðgerðarstarfsemi sem Harry stendur fyrir.

 

Fegurðardrottningin er greinilega ekki nógu vel með á nótunum, en Harry prins hefur verið í sambandi með fyrirsætunni og athafnakonunni Cresidu Bonas síðan í júlí á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.