Mörg umboð frumsýna bíla á bílasýningunni í Fífunni. 3. maí 2013 11:45 Frá sýningunni í Fífunni fyrir 2 árum Óvenju margir bílar munu sjást í fyrsta sinn á stóru bílasýningunni. BL mun frumsýna Nissan Leaf rafbílinn, en eintakið sem ber fyrir augu á sýningunni var einnig til sýnis á bílasýningunni i Genf fyrir skömmu. Askja frumsýnir nýjan KIA Carens, auk þess sem Mercedes Benz A-Class verður sýndur í AMG útfærslu, sem er nýjung hér á landi. Bílabúð Benna frumsýnir nýjan sportjeppling, Chevorlet Trax og Chevrolet Cruze í station útfærslu, sem og nýja útgáfu af Cruze í LT útgáfu. Þá er einnig sýndur sportbíll heimsins 2013 Porsche Cayman S, en hann var frumsýndur hjá Bílabúð Benna síðastliðinn laugardag. Suzuki umboðið mun frumsýna Suzuki Swift í sportútgáfu. Hekla mun frumsýna nýjan Audi A3 sportback auk þess sem fjölmargar tegundir frá Volkswagen verða sýndar í R-line útfærslu sem er sportútgáfa þeirra. Einnig verður sýndur í fyrsta sinn hér á landi Volkswagen Polo GTI. Þá er Hekla einnig að frumsýna þessa dagana nýjan Skoda Octavia og mun hann sjást á sýningunni. Bernhard mun frumsýna mótorhjólalínuna frá Honda, sem og frumsýna nýjan Honda Civic í dieselútgáfu. Þetta er bara brot af þeim bílum sem sjást munu á sýningunni og einstakt tækifæri til að sjá allt það flottast, sem og hagkvæmasta sem bílakaupendum býðst nú á einum stað. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent
Óvenju margir bílar munu sjást í fyrsta sinn á stóru bílasýningunni. BL mun frumsýna Nissan Leaf rafbílinn, en eintakið sem ber fyrir augu á sýningunni var einnig til sýnis á bílasýningunni i Genf fyrir skömmu. Askja frumsýnir nýjan KIA Carens, auk þess sem Mercedes Benz A-Class verður sýndur í AMG útfærslu, sem er nýjung hér á landi. Bílabúð Benna frumsýnir nýjan sportjeppling, Chevorlet Trax og Chevrolet Cruze í station útfærslu, sem og nýja útgáfu af Cruze í LT útgáfu. Þá er einnig sýndur sportbíll heimsins 2013 Porsche Cayman S, en hann var frumsýndur hjá Bílabúð Benna síðastliðinn laugardag. Suzuki umboðið mun frumsýna Suzuki Swift í sportútgáfu. Hekla mun frumsýna nýjan Audi A3 sportback auk þess sem fjölmargar tegundir frá Volkswagen verða sýndar í R-line útfærslu sem er sportútgáfa þeirra. Einnig verður sýndur í fyrsta sinn hér á landi Volkswagen Polo GTI. Þá er Hekla einnig að frumsýna þessa dagana nýjan Skoda Octavia og mun hann sjást á sýningunni. Bernhard mun frumsýna mótorhjólalínuna frá Honda, sem og frumsýna nýjan Honda Civic í dieselútgáfu. Þetta er bara brot af þeim bílum sem sjást munu á sýningunni og einstakt tækifæri til að sjá allt það flottast, sem og hagkvæmasta sem bílakaupendum býðst nú á einum stað.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent