Lífið

Sigruðu frumkvöðlakeppni kvenna

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Arnaldur Halldórsson
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar MIA, sigurvegarinn í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnulífinu og Opni háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir, hlaut tveggja milljóna króna styrk frá Íslandsbanka.

Þær Bylgja Bára Bragadóttir og Álfheiður Eva Óladóttir standa að baki MIA en þær þróuðu hugmynd sem felst í framleiðslu á fljótandi sápum og froðusápum.

MIA hlaut tveggja milljóna króna styrk í verðlaun.
Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að MIA var með vel útfærða viðskiptahugmynd sem var fagmannlega framsett og kynnt. Greiningarvinna hafi verið góð og viðskiptáætlunin því raunhæf í alla staði. 

Bylgja Bára og Álfheiður Eva sýndu mikið frumkvæði og þróuðu íslenska afurð sem hefur alla burði til að taka þátt í samkeppni á alþjóðamarkaði. 

Frumkvöðlarnir fögnuðu innilega sigrinum.
Þetta er í annað sinn sem frumkvöðlakeppnin er haldin en lista- og hönnunarstúdíóið Volki bar þá sigur úr býtum. Námskeið í gerð viðskiptaáætlana hófst í janúar og niðurgreiddi Íslandsbanki námskeiðagjaldið um helming.

Alls sóttu 70 konur með 55 viðskiptahugmyndir um að sitja námskeiðið en 35 sæti voru í boði. Út úr námskeiðinu komu 26 viðskiptaáætlanir sem dómnefnd fór yfir. 


Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari lét sig ekki vanta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.