Nýr GLA jepplingur frá Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 22. apríl 2013 14:15 Á að keppa við Audi Q3 og BMW X3. Heimurinn virðist ekki hafa fengið nóg af jepplingum og sífellt fleiri framleiðendur bæta nú við jepplingagerðum. Mercedes Benz átti áður GLK jepplinginn en kynnir nú á bílasýningunni í Shanghai talsvert minni jeppling, GLA sem byggður er á sama undirvagni og A-Class bíllinn netti. Þessi bíll er af svipaðri stærð og Audi Q3 jepplingurinn, en þó aðeins breiðari og lægri. Vélin í GLA er 2,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél, 211 hestafla og það dugar þessum smáa bíl að taka sprettinn í hundraðið á 6,6 sekúndum. Það er ári gott fyrir jeppling. Hámarkshraðinn er 240 km/klst. Sjálfskiptingin í bílnum er 7 gíra og hann er með tvær kúplingar til að tryggja snöggar skiptingar. GLA er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og fær hefðbundið 4MATIC drif Mercedes. Að innan ber mest á leðri og burstuðu stáli, breiðum handsaumi í sætum og endalausu góðgæti. GLA er aðeins 4 sæta bíll en það á greinilega að fara vel um þá alla. Á myndskeiðinu sem hér fylgir sést að mikið er lagt í þennan bíl og er hann stórglæsilegur að innan. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent
Á að keppa við Audi Q3 og BMW X3. Heimurinn virðist ekki hafa fengið nóg af jepplingum og sífellt fleiri framleiðendur bæta nú við jepplingagerðum. Mercedes Benz átti áður GLK jepplinginn en kynnir nú á bílasýningunni í Shanghai talsvert minni jeppling, GLA sem byggður er á sama undirvagni og A-Class bíllinn netti. Þessi bíll er af svipaðri stærð og Audi Q3 jepplingurinn, en þó aðeins breiðari og lægri. Vélin í GLA er 2,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél, 211 hestafla og það dugar þessum smáa bíl að taka sprettinn í hundraðið á 6,6 sekúndum. Það er ári gott fyrir jeppling. Hámarkshraðinn er 240 km/klst. Sjálfskiptingin í bílnum er 7 gíra og hann er með tvær kúplingar til að tryggja snöggar skiptingar. GLA er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og fær hefðbundið 4MATIC drif Mercedes. Að innan ber mest á leðri og burstuðu stáli, breiðum handsaumi í sætum og endalausu góðgæti. GLA er aðeins 4 sæta bíll en það á greinilega að fara vel um þá alla. Á myndskeiðinu sem hér fylgir sést að mikið er lagt í þennan bíl og er hann stórglæsilegur að innan.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent