Félagshyggja til framtíðar Líf Magneudóttir skrifar 23. apríl 2013 07:00 Í meintri velmegun frjálshyggjuáranna varð veruleiki sumra lyginni líkastur. Margir fóru að líta á ýmislegt sem eðlileg lífsgæði og sjálfsagðar kröfur, sem voru fjarri öllum sanni. Í hamaganginum við að koma höndum yfir sem mest af veraldlegum gæðum gleymdist það sem mestu máli skiptir: Velferð og framtíð afkomenda okkar og þeirra sem lægstar hafa raddirnar. Tilvera sumra virðist hafa gengið út á að sópa sem mestu í eigin vasa, skeyta engu um náungann og líta á náttúruna sem hráefni fremur en lífsnauðsynlegt umhverfi. Í augum þeirra var ríkissjóður ræningi frekar en samhjálp og manneskjur voru bara neytendur. 2007-gildin voru eins og speglasalur í skemmtigarði – allar myndir togaðar, teygðar og afskræmdar. Ríkisstjórninni hefur iðulega verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki staðið við fyrirheit sín og svíkja okkur um skjaldborgina. Enginn getur þó af sanngirni neitað því að Ísland hefur skipt um kúrs og siglir nú í rétta átt. Ísland, þar sem hagvöxtur, bankainnistæður og virkjanaframkvæmdir voru lausnarorðin, vék fyrir Íslandi þar sem velferð og jöfnuður eru í fyrirrúmi. Í mínum augum er skjaldborgin fyrst og fremst fólgin í öryggisneti sem tryggir afkomu okkar þegar á móti blæs, fjármögnuðu úr sameiginlegum sjóðum okkar. Velferðin er ekki síst fólgin í því að vita að börnin okkar geta öðlast menntun og tækifæri í lífinu, óháð efnahag, kyni og uppruna. Ef andlegir eða líkamlegir sjúkdómar herja á okkur eða ástvini okkar stendur okkur til boða heilbrigðiskerfi þar sem allir eru boðnir og búnir að hjálpa okkur að ná aftur heilsu. Það er góð tilfinning að vera hluti af samfélagi sem annast börn og gamalmenni, öryrkja og aðra sem standa höllum fæti, og það er góð tilfinning að hafa reitt fram sinn skerf til að svo megi verða. Í þannig samfélagi vil ég búa. Við megum hins vegar ekki gleyma að þessi sameiginlegi sjóður okkar er ekki silfrið hans Egils sem einhver hefur grafið úr jörðu, góssið úr hollenska gullskipinu eða sjóræningjafjársjóður sem hefur rekið á íslenskar fjörur. Við eigum öll þennan sjóð, höfum byggt hann upp og höldum honum við með skattinum okkar. Hann tryggir okkur heilsugæslu og umönnun þegar við veikjumst eða eldumst, menntun barnanna okkar, samgöngukerfi, löggæslu, listir og menningu og ótal margt annað sem við teljum bráðnauðsynlegt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag. Þetta er hin raunverulega skjaldborg sem vinstri stjórnin sló um Ísland og velferðin sem hún varði við erfiðar aðstæður. Hún breytti skattkerfinu til að auka jöfnuð og hélt fast í það sem við síst megum við að missa, minnug þess að það er auðveldara að rífa niður en byggja upp. Þegar betur árar höfum við undirstöður til að reisa traustara og heilbrigðara samfélag en á bólu-árunum; samfélag sjálfbærni og jöfnuðar. Og nú árar betur. Það hefur tekið sinn tíma að snúa við þjóðarskútunni og taka nýjan og betri kúrs. Látum vera í þetta sinn að sigla aftur í fortíðina, í speglasalinn í skemmtigarðinum, sem löngu ætti að vera búið að loka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í meintri velmegun frjálshyggjuáranna varð veruleiki sumra lyginni líkastur. Margir fóru að líta á ýmislegt sem eðlileg lífsgæði og sjálfsagðar kröfur, sem voru fjarri öllum sanni. Í hamaganginum við að koma höndum yfir sem mest af veraldlegum gæðum gleymdist það sem mestu máli skiptir: Velferð og framtíð afkomenda okkar og þeirra sem lægstar hafa raddirnar. Tilvera sumra virðist hafa gengið út á að sópa sem mestu í eigin vasa, skeyta engu um náungann og líta á náttúruna sem hráefni fremur en lífsnauðsynlegt umhverfi. Í augum þeirra var ríkissjóður ræningi frekar en samhjálp og manneskjur voru bara neytendur. 2007-gildin voru eins og speglasalur í skemmtigarði – allar myndir togaðar, teygðar og afskræmdar. Ríkisstjórninni hefur iðulega verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki staðið við fyrirheit sín og svíkja okkur um skjaldborgina. Enginn getur þó af sanngirni neitað því að Ísland hefur skipt um kúrs og siglir nú í rétta átt. Ísland, þar sem hagvöxtur, bankainnistæður og virkjanaframkvæmdir voru lausnarorðin, vék fyrir Íslandi þar sem velferð og jöfnuður eru í fyrirrúmi. Í mínum augum er skjaldborgin fyrst og fremst fólgin í öryggisneti sem tryggir afkomu okkar þegar á móti blæs, fjármögnuðu úr sameiginlegum sjóðum okkar. Velferðin er ekki síst fólgin í því að vita að börnin okkar geta öðlast menntun og tækifæri í lífinu, óháð efnahag, kyni og uppruna. Ef andlegir eða líkamlegir sjúkdómar herja á okkur eða ástvini okkar stendur okkur til boða heilbrigðiskerfi þar sem allir eru boðnir og búnir að hjálpa okkur að ná aftur heilsu. Það er góð tilfinning að vera hluti af samfélagi sem annast börn og gamalmenni, öryrkja og aðra sem standa höllum fæti, og það er góð tilfinning að hafa reitt fram sinn skerf til að svo megi verða. Í þannig samfélagi vil ég búa. Við megum hins vegar ekki gleyma að þessi sameiginlegi sjóður okkar er ekki silfrið hans Egils sem einhver hefur grafið úr jörðu, góssið úr hollenska gullskipinu eða sjóræningjafjársjóður sem hefur rekið á íslenskar fjörur. Við eigum öll þennan sjóð, höfum byggt hann upp og höldum honum við með skattinum okkar. Hann tryggir okkur heilsugæslu og umönnun þegar við veikjumst eða eldumst, menntun barnanna okkar, samgöngukerfi, löggæslu, listir og menningu og ótal margt annað sem við teljum bráðnauðsynlegt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag. Þetta er hin raunverulega skjaldborg sem vinstri stjórnin sló um Ísland og velferðin sem hún varði við erfiðar aðstæður. Hún breytti skattkerfinu til að auka jöfnuð og hélt fast í það sem við síst megum við að missa, minnug þess að það er auðveldara að rífa niður en byggja upp. Þegar betur árar höfum við undirstöður til að reisa traustara og heilbrigðara samfélag en á bólu-árunum; samfélag sjálfbærni og jöfnuðar. Og nú árar betur. Það hefur tekið sinn tíma að snúa við þjóðarskútunni og taka nýjan og betri kúrs. Látum vera í þetta sinn að sigla aftur í fortíðina, í speglasalinn í skemmtigarðinum, sem löngu ætti að vera búið að loka.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun